Ferill 591. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1045  —  591. mál.
Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um kynjaskiptingu í stjórnum, ráðum og nefndum á málefnasviði ráðherra.

    
    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er kynjaskiptingin í þeim stjórnum, ráðum og nefndum sem starfandi eru á málefnasviði ráðherra? Óskað er upplýsinga um kynjaskiptingu í hverri nefnd, stjórn og ráði um sig.

    Í eftirfarandi töflu má sjá þær stjórnir, ráð og nefndir sem starfandi eru hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þann 15. maí 2018 og kynjaskiptingu innan þeirra.
    Þess má geta að Jafnréttisstofa hefur á hverju ári frá 2008 tekið saman tölulegar upplýsingar um nefndir, stjórnir og ráð á vegum ráðuneytanna og birt í skýrslu á heimasíðu sinni. Í skýrslunum má m.a. sjá þróun kynjaskiptingar í öllum nefndum á vegum ráðuneytanna og greiningu á því hvort skipun hafi verið skv. 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Heiti nefndar Karlar Konur Samtals Hlutfall/kk Hlutfall/kvk
Hreindýraráð 3 1 4 75% 25%
Svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 4 2 6 67% 33%
Svæðisráð austursvæðis í Vatnjökulsþjóðgarði 5 1 6 83% 17%
Svæðisráð suðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2 4 6 33% 67%
Svæðisráð vestursvæðis í Vatnjökulsþjóðgarði 1 5 6 17% 83%
Breiðafjarðarnefnd 4 3 7 57% 43%
Ofanflóðanefnd 2 1 3 67% 33%
Ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur 5 4 9 56% 44%
Samvinnunefnd um málefni Norðurslóða 5 5 10 50% 50%
Ráðgjafanefnd um Snæfellsnesþjóðgarð 1 3 4 25% 75%
Fagráð um málefni Brunamálaskólans 2 2 4 50% 50%
Vatnaráð 3 2 5 60% 40%
Fagráð Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn 2 3 5 40% 60%
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindarmála 5 4 9 56% 44%
Ráðgjafarnefnd fagstofnana og eftirlitsaðila samkvæmt lögum um stjórn vatnamála, nr. 36/2011 9 10 19 47% 53%
Ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila samkvæmt lögum um stjórn vatnamála, nr. 36/2011 10 5 15 67% 33%
Mengunarvarnaráð hafna 3 4 7 43% 57%
Samstarfsnefnd ráðuneyta um mótun langtímanýtingar-stefnu fyrir fiskistofna og eftir atvikum aðrar lifandi auðlindir hafsins 3 1 4 75% 25%
Sérfræðinganefnd til ráðgjafar um innflutning og ræktun framandi tegunda og dreifingu lifandi lífvera 2 4 6 33% 67%
Ráðgjafarnefnd náttúruminjaskrár 4 3 7 57% 43%
Fagráð náttúruminjaskrár 4 4 8 50% 50%
Verkefnisstjórn um stefnumarkandi áætlun um uppbygg-ingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 3 4 7 43% 57%
Ráðgjafarnefnd um stefnumarkandi landsáætlun til 12 ára um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningar-sögulegum minjum 4 6 10 40% 60%
Verkefnisstjórn rammaáætlunar 2 4 6 33% 67%
Stjórn Kvískerjasjóðs 1 2 3 33% 67%
Stjórn Vatnjökulsþjóðgarðs 4 3 7 57% 43%
Stjórn Úrvinnslusjóðs 5 2 7 71% 29%
Stjórn ÍSOR 2 3 5 40% 60%
Samstarfsnefnd um líffræðilegan fjölbreytileika 2 2 4 50% 50%
Samstarfshópur um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 1 6 7 14% 86%
Jafnréttisnefnd ráðuneytisins 2 2 4 50% 50%
Samninganefnd um loftslagsmál 6 2 8 75% 25%
Nefnd um kostnaðaráhrif nýrrar byggingarreglugerðar 3 2 5 60% 40%
Viðbragðsteymi vegna mögulegrar komu hvítabjarna til landsins 3 1 4 75% 25%
Starfshópur um verndarsvæði í hafi 2 2 4 50% 50%
Samráðsvettvangur um mótun stefnu í úrgangsmálum 5 4 9 56% 44%
Samráðsvettvangur um veiðar á ref og mink 2 1 3 67% 33%
Starfshópur um eftirfylgni skýrslu OECD um stöðu og þróun umhverfismála á Íslandi 3 3 6 50% 50%
Stýrinefnd um jarðváreftirlit á Íslandi 6 1 7 86% 14%
Hættumatsnefnd vegna eldgosa 2 4 6 33% 67%
Hættumatsnefnd vegna vatns- og sjávarflóða 3 3 6 50% 50%
Starfshópur um lagaumhverfi vindorkuvera 4 5 9 44% 56%
Starfshópur um gerð frumvarps og lagabreytinga vegna stofnunar hamfarasjóðs 2 3 5 40% 60%
Verkefnisstjórn um undirbúning tilnefningar Vatnajökuls-þjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO 2 1 3 67% 33%
Starfshópur um ferðamannaleiðir 3 2 5 60% 40%
Stýrihópur um hollustuhætti og loftgæði 1 2 3 33% 67%
Verkefnisstjórn aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum 3 3 6 50% 50%
Samráðshópur vegna Kötlu jarðvangs 2 2 4 50% 50%
Starfshópur um drykkjarvöruumbúðir 3 3 6 50% 50%
Samstarfshópur um hönnun og merkingar á ferðamannastöðum 6 5 11 55% 45%
Stýrihópur um eftirfylgni loftgæðaskýrslu 6 6 12 50% 50%
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 6 5 11 55% 45%
Samtals: 178 165 343 52% 48%