Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1085  —  238. mál.

2. umræða.


Nefndarálit með frávísunartillögu


um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2006, með síðari breytingum (stefnandi faðernismáls).

Frá minni hluta velferðarnefndar.


    Minni hluti velferðarnefndar er sammála því meginmarkmiði frumvarpsins að tryggja barni rétt til að þekkja báða foreldra sína, sem er í samræmi við 7. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að um væri að ræða veigamiklar breytingar á ákvæðum barnalaga sem vörðuðu mikilvæga hagsmuni barna. Því væri brýnt að vandað yrði til alls undirbúnings og byggt á víðtæku samráði við fag- og hagsmunaaðila og á mati á áhrifum slíkra breytinga.
    Minni hlutinn tekur undir það og leggur því til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari vinnslu.

Alþingi, 1. júní 2018.

Andrés Ingi Jónsson,
frsm.
Ólafur Þór Gunnarsson.