Ferill 594. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1093  —  594. mál.
Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um styrki til verkefna og rekstrar á málefnasviði ráðherra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig eru styrkir til verkefna á málefnasviði ráðherra auglýstir lausir til umsóknar?
     2.      Hvernig eru umsóknar metnar, hverjir sjá um að meta þær, til hvaða þátta er horft við ákvörðun styrkveitingar og hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
     3.      Hvernig velur ráðherra á milli verkefna sem uppfylla allar kröfur?
     4.      Hversu margar umsóknir bárust, hversu margar umsóknir töldust uppfylla allar kröfur og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012?
     5.      Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?
     6.      Veitir ráðuneytið rekstrarstyrki til félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðherra? Ef svo er, hvernig eru þeir ákvarðaðir, til hvaða þátta er horft við ákvörðun styrkveitingar, hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir og hvar á landinu voru þau félagasamtök sem fengu styrki, ár hvert frá árinu 2012?

    Ráðherra veitir styrki til áhugahópa og faglegs starfs. Að auki eru sjö sjóðir og verkefni sem heyra undir málefnasvið ráðherra. Þá eru veittir styrkir vegna kvikmyndagerðar og hljóðritunar en þeir styrkir eru annars eðlis þar sem um er að ræða endurgreiðslur á kostnaði við framleiðslu kvikmynda og hljóðritun tónlistar. Fyrirkomulagið er ákveðið samkvæmt lögum og eru umsóknir metnar jafnóðum og þær berast og í samræmi við lög og reglur um þessi styrkjakerfi.
    Fyrirspurn verður svarað miðað við hverja tegund styrkveitingar fyrir sig.

1. Áhugahópar og faglegt starf.
Hvernig eru styrkir auglýstir lausir til umsóknar?
    Ráðuneytið auglýsir á vef Stjórnarráðsins í febrúar ár hvert eftir umsóknum um styrki. Ákveði ráðherra að leggja áherslu á tiltekin mál á verkefnasviði ráðuneytisins skal það koma fram í auglýsingu. Í auglýsingunni skulu koma fram upplýsingar um helstu atriði sem litið er til við mat á umsóknum, hvar og hvernig sækja skuli um auk upplýsinga um umsóknarfrest og hvenær umsóknir verði afgreiddar.

Hverjir sjá um að meta umsóknirnar?
    Ráðherra skipar þriggja manna starfshóp sem hefur það hlutverk að meta styrkhæfi umsókna og gildi þeirra fyrir málefnasvið ráðherra almennt.

Hvernig eru þær metnar?
    Starfshópur metur hverja umsókn fyrir sig út frá sjónarmiðum sem kveðið er á um í settum úthlutunarreglum.

Til hvaða þátta er horft við ákvörðun um styrkveitingar?
    Starfshópurinn byggir mat sitt einkum á eftirtöldum sjónarmiðum:
     *      gildi og mikilvægi verkefnisins fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks,
     *      gildi og mikilvægi verkefnisins fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks,
     *      nýnæmi og sérstöðu verkefnisins,
     *      því hvort markmið verkefnisins séu skýr, hvernig markmiðum sem stefnt er að verði náð og hvernig árangur verkefnisins verði metinn,
     *      starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda,
     *      eigin framlagi umsækjenda eða annarra þátttakenda til verkefnisins,
     *      fjárhagsgrundvelli verkefnis og því hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis.
    Starfshópnum er einnig heimilt að leita umsagnar fagaðila.

Hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Þá þætti sem helst er horft til við mat á umsóknum má finna í úthlutunarreglum.

Hversu margar umsóknir bárust og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012? Hversu margar umsóknir sem bárust frá árinu 2012 töldust uppfylla allar kröfur?
    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið tók formlega til starfa í september árið 2012 og engir styrkir voru veittir í ráðuneytinu það ár. Árið 2013 var aðeins einn ráðherra í ráðuneytinu, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, og flokkast styrkir sem veittir voru á því ári undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í þessu svari.

2014 2015 2016 2017 2018
Fjöldi umsókna 21 36 25 38
Umsóknir sem fengu styrk 13 12 13 14 18

    Ekki reyndist unnt að finna upplýsingar um það hversu margar umsóknir frá árinu 2012 uppfylltu allar kröfur. Í lok árs 2017 voru settar úthlutunarreglur um styrki til áhugahópa og faglegs starfs sem kveða á um það hverjar kröfurnar til styrkhæfis eru. Fyrir þann tíma voru kröfurnar ekki skýrt mótaðar.
    Árið 2018 uppfylltu 22 umsóknir til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra allar kröfur.

Hvernig velur ráðherra á milli verkefna sem uppfylla allar kröfur?
    Starfshópur gerir tillögu til ráðherra um úthlutun og ráðstöfun fjár til verkefna. Tillögur starfshópsins skulu vera skriflegar og geyma í stuttu máli almenna lýsingu á framkvæmd og málsmeðferð við tillögugerðina. Sérhverri umsókn skal fylgja stutt umsögn ásamt tillögu um afgreiðslu hennar. Ráðherra tekur ákvörðun um styrkveitingu á grundvelli framkominna tillagna.

Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?
    Heildarupphæð úthlutunar ár hvert frá árinu 2012 var:

2014 2015 2016 2017 2018
Heildarupphæð 11.800.000 11.300.000 12.800.000 10.500.000 11.500.000

    Ekki reyndist unnt að taka saman upplýsingar um hvaðan af landinu styrkhafar voru frá árinu 2012. Við úthlutun 2018 var tekið upp nýtt verklag sem gerir ráð fyrir að haldið sé utan um lýðfræðilegar breytur eins og staðsetningu umsækjenda.
    Úthlutanir styrkja skiptust með eftirfarandi hætti milli landshluta árið 2018:

Landshluti Fjöldi
Höfuðborgarsvæðið 10
Vesturland 2
Vestfirðir 2
Norðurland vestra 1
Norðurland eystra 2
Austurland 1

2. Orkusjóður.
    Uppsetning hleðslustöðva fyrir rafbíla var sérstakt verkefni sem efnt var til árið 2016.

Hvernig eru styrkir auglýstir lausir til umsóknar?
    Auglýst var í dagblöðum, á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og á heimasíðu Orkustofnunar.

Hverjir sjá um að meta umsóknirnar?
    Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs og framkvæmdastjóri sjóðsins meta umsóknir. Leitað var til ýmissa aðila innan og utan Orkustofnunar við vinnslu og mat umsóknanna.

Hvernig eru þær metnar?
    Unnið er eftir reglugerð um Orkusjóð og verklagsreglum ráðgjafarnefndar Orkusjóðs sem setti sérstök áhersluatriði og forgang við mat á umsóknum.

Til hvaða þátta er horft við ákvörðun um styrkveitingar?
    Horft er til þeirra atriða sem fram komu í auglýsingu styrkjanna og forgangsröðun og vinnureglum ráðgjafarnefndarinnar.

Hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Vísað er til þess sem að framan greinir.

Hversu margar umsóknir bárust og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012? Hversu margar umsóknir sem bárust frá árinu 2012 töldust uppfylla allar kröfur?

2016
Fjöldi umsókna 33
Umsóknir sem uppfylltu kröfur 16
Umsóknir sem fengu styrk 16

Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?

2016
Heildarupphæð úthlutunar 20.100.000

    Töflunni hér fyrir aftan er skipt upp í hraðhleðslustöðvar (hraðhlst.) og hæghleðslustöðvar (hæghlst.).

D 1 D 2 D 3 D 4 D 5 D 6
Fjöldi 2016 1. ár Fjöldi 2016 1. ár Fjöldi 2017 2. ár Fjöldi 2017 2. ár Fjöldi 2018 3. ár Fjöldi 2018 3. ár
Hraðhlst. Hæghlst. Hraðhlst. Hæghlst. Hraðhlst. Hæghlst.
Höfuðborgarsvæðið 3 6 32
Suðurnes 1 1 1 2
Vesturland 2 1 2
Vestfirðir 4 2 1
Norðurland vestra 3 2 1
Norðurland eystra 1 3 4
Austurland 4 2 1 12
Suðurland 8 1 4
Erlendis 1

3. Flugþróunarsjóður.
Hvernig eru styrkir auglýstir lausir til umsóknar?
    Skv. 2. mgr. 4. gr. starfsreglna stjórnar flugþróunarsjóðs tekur stjórn sjóðsins ákvörðun um tímasetningu auglýsinga út frá stöðu sjóðsins. Auglýsa skal eftir umsóknum í fjölmiðlum og á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Íslandsstofa og ISAVIA kynna auk þess starfsemi sjóðsins og vekja athygli tengiliða sinna á því þegar stjórnin auglýsir eftir styrkjum.

Hverjir sjá um að meta umsóknirnar?
    Vinnuhópur stjórnar fer yfir umsóknir og metur þær, sbr. 3. gr. starfsreglna flugþróunarsjóðs. Stjórn sjóðsins tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingar, sbr. 2. mgr. 2. gr. starfsreglna stjórnar flugþróunarsjóðs.

Hvernig eru þær metnar?
    Vinnuhópur stjórnar og stjórn flugþróunarsjóðs fara yfir umsóknir og skoða hvort þær uppfylli skilyrði starfsreglna stjórnar flugþróunarsjóðs um styrkveitingar.

Til hvaða þátta er horft við ákvörðun um styrkveitingar?
    Í starfsreglum stjórnar flugþróunarsjóðs er kveðið á um forsendur og forgangsröðun (5. gr.), styrkhæf verkefni úr leiðarþróunardeild (6. gr.) og styrkhæf verkefni úr markaðsþróunardeild (7. gr.).

Hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Matsþættir eru ákvarðaðir í reglur stjórnar flugþróunarsjóðs, sbr. svör hér að framan.

Hversu margar umsóknir bárust og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012? Hversu margar umsóknir sem bárust frá árinu 2012 töldust uppfylla allar kröfur?

2016 2017
Fjöldi umsókna 2 4
Umsóknir sem uppfylltu kröfur 1 4
Umsóknir sem fengu styrk 1 4

Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?

2016 2017
Heildarupphæð úthlutunar 10.000.000

    Úthlutað hefur verið úr sjóðnum 2016 og 2017. Heildarupphæð úthlutunar 2016 var 10.000.000 kr. Stjórn flugþróunarsjóðs hefur ekki upplýsingar um hversu mikið fór út úr sjóðnum árið 2017 vegna samninga við Flugfélag Íslands og Super Break þar sem samningsupphæðir eru ekki fastar. 2016 var styrkhafi á Suðurlandi. 2017 voru tveir styrkhafar á Suðurlandi og tveir á höfuðborgarsvæðinu.

4. Hönnunarsjóður.
Hvernig eru styrkir auglýstir lausir til umsóknar?
    Styrkir eru auglýstir á vef hönnunarsjóðs, á samfélagsmiðlum og í fréttabréfum. Einnig er séð til þess að auglýsingum sé deilt í faghópum hönnunar og arkitektúrs, af fyrirtækjum og stofnunum í hönnunar- og nýsköpunarumhverfi og í atvinnulífi.

Hverjir sjá um að meta umsóknirnar?
    Fimm manna stjórn hönnunarsjóðs, sem skipuð er til þriggja ára í senn, metur umsóknir.

Hvernig eru þær metnar?
    Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra. Stjórn vinnur fyrsta hluta dómnefndarstarfa í gegnum vefkerfi sjóðsins. Hver og einn fer yfir allar umsóknir í einrúmi og gefur þeim umsagnir út frá þeim fjórum sjónarmiðum sem tilgreind eru í reglum um úthlutun styrkja úr hönnunarsjóði og afgreiðir sína niðurstöðu. Að því loknu heldur stjórn 2–3 vinnufundi þar sem farið er sameiginlega yfir umsóknir út frá þeim niðurstöðum sem umsóknir hafa fengið. Starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar eru stjórn hönnunarsjóðs til ráðgjafar eins og þurfa þykir í úthlutunarferlinu.

Til hvaða þátta er horft við ákvörðun um styrkveitingar?
    Stjórn hönnunarsjóðs starfar samkvæmt reglum um úthlutun styrkja úr hönnunarsjóði frá 9. júlí 2013: Við veitingu styrkja skal gæta þess vandlega að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun og ákvarðanir séu ávallt byggðar á faglegu mati. Mat á umsóknum skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því sem við á:
     *      gæði og stöðu hugmyndar eða verkefnis,
     *      faglegum bakgrunni umsækjanda,
     *      að fjárhagsgrundvöllur verkefnisins sé fullnægjandi til lúkningar þess,
     *      gildi og mikilvægi verkefnis fyrir eflingu íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.
    Hafi umsækjandi áður fengið styrk úr hönnunarsjóði þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrksins til að ný umsókn komi til greina.
    Ekki eru veittir styrkir til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, né til verkefna og viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Áherslur sjóðsins koma skýrt fram í reglum um úthlutun styrkja úr hönnunarsjóði samþykktum af menntamálaráðherra 9. júlí 2013 og vinnur stjórn sjóðsins samkvæmt þeim.

Hversu margar umsóknir bárust og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012? Hversu margar umsóknir sem bárust frá árinu 2012 töldust uppfylla allar kröfur?
    Úthlutanir úr hönnunarsjóði hófust árið 2013 og því eru engar tölur fyrir árið 2012. Almennum styrkjum er úthlutað tvisvar á ári en ferðastyrkjum er úthlutað fjórum innum á ári.

Almennir styrkir 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi umsókna 237 100 208 139 144
Umsóknir sem uppfylltu kröfur 236 100 208 139 144
Umsóknir sem fengu styrk 29 13 28 34 31

Ferðastyrkir 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi umsókna 29 134 121 110 101
Umsóknir sem uppfylltu kröfur 29 134 121 110 101
Umsóknir sem fengu styrk 13 41 54 60 46

Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?

Almennir styrkir 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heildarupphæð í millj. kr. 20,46 17,5 35,5 43 38

Ferðastyrkir 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heildarupphæð í millj. kr. 2 4,1 5,4 6 4,6

    Staðsetning styrkhafa eftir landshlutum var sem hér segir:

Almennir styrkir 2013 2014 2015 2016 2017
Höfuðborgarsvæðið 29 13 23 33 31
Austurland 2
Suðurland 1
Erlendis 2 1

Ferðastyrkir 2013 2014 2015 2016 2017
Höfuðborgarsvæðið 20 40 51 60 46
Erlendis 1 1
Erlendis – utan EES 2

5. Átak til atvinnusköpunar.
Hvernig eru styrkir auglýstir lausir til umsóknar?
    Auglýst er í a.m.k. einu dagblaði og svæðisblöðum um land allt. Einnig hefur verið auglýst á netinu, með markpósti til atvinnuþróunarfélaga og með beinni upplýsingagjöf til þjónustuþega Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Hverjir sjá um að meta umsóknirnar?
    Stjórn Átaks til atvinnusköpunar, sem skipuð er af ráðherra hverju sinni, tekur ákvörðun um styrk.

Hvernig eru þær metnar?
    Litið er til þess hvort fram komi þær upplýsingar sem óskað er eftir, m.a. um nýsköpunargildi, reynslu, hæfni og menntun umsækjanda, sérstöðu verkefnis, samkeppnismál, markaðsmál, áætlaða sölu, áætlaðan kostnað, áætlaða fjármögnun og áætlaða atvinnusköpun, auk möguleika umsækjanda til að sækja í aðra sjóði.

Til hvaða þátta er horft við ákvörðun um styrkveitingar?
    Horft er til nýsköpunargildis verkefnis og kostnaðar við þá þætti verkefnisins sem eru styrkhæfir.

Hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Allir þættir umsóknar fá tölulega einkunn auk þess sem frekari lýsingar á viðkomandi þætti koma fram í texta. Hærri einkunn eykur líkur á að styrkur verði veittur.

Hversu margar umsóknir bárust og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012? Hversu margar umsóknir sem bárust frá árinu 2012 töldust uppfylla allar kröfur?

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi umsókna 411 284 388 250 330 198
Umsóknir sem uppfylltu kröfur 294 237 255 180 203 133
Umsóknir sem fengu styrk 78 70 89 77 81 57

Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heildarupphæð 65.502.000 58.525.000 72.752.500 78.255.000 86.415.000 59.213.000

    Staðsetning styrkhafa eftir landshlutum var sem hér segir:

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Höfuðborgarsvæðið 65 53 68 53 58 41
Suðurnes 4 2 1 1 4
Vesturland 1 6 7 2 2
Vestfirðir 4 2 2 1 0
Norðurland vestra 1 2 4 4 3 4
Norðurland eystra 6 4 5 4 9 3
Austurland 1 1 1 4 6 3
Suðurland 1 3 1 3 2 0

6. Tækniþróunarsjóður.
Hvernig eru styrkir auglýstir lausir til umsóknar?
    Umsóknarfrestir eru auglýstir í dagblöðum og á samfélagsmiðlum. Jafnframt eru á hverju ári haldnar kynningar á nokkrum stöðum bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Úti á landi eru kynningar venjulega í samvinnu við Impru og atvinnuþróunarfélög.

Hverjir sjá um að meta umsóknirnar?
    Aðilar frá fyrirtækjum og stofnunum sjá um það. Áhersla er á að fá aðila með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Jafnframt sitja í fagráðinu aðilar úr háskólum og rannsóknastofnunum sem hafa sterka tengingu við atvinnulífið og nýsköpun.

Hvernig eru þær metnar?
    Umsóknir eru metnar af fagráði sem er skipað af tækninefnd Vísinda- og tækniráðs. Fagráðið er þverfaglegt og skipað einstaklingum frá fyrirtækjum, háskólum og stofnunum. Miðað er við að niðurstaða liggi fyrir innan þriggja mánaða frá lokum umsóknarfrests.

Til hvaða þátta er horft við ákvörðun um styrkveitingar?
    Verkefni eru metin út frá þremur meginþáttum, þ.e. nýnæmi (bæði nýnæmi á markaði og tæknilegt nýnæmi), áhrifum (möguleg velta sem afurðin getur skapað og innlend verðmæti) og framkvæmd verkefnisins (verk-, tíma- og kostnaðaráætlun og samstarf).

Hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Hver styrktarflokkur hefur skilgreinda matsþætti sem endurspegla áherslur sjóðsins til verkefna á mismunandi stað í nýsköpunarkeðjunni. Á vefsíðu sjóðsins www.tths.is má sjá matsblað og þá þætti sem eru metnir fyrir hvern umsóknarflokk.

Hversu margar umsóknir bárust og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012? Hversu margar umsóknir sem bárust frá árinu 2012 töldust uppfylla allar kröfur?

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi umsókna 195 333 245 269 489 507
Umsóknir sem uppfylltu kröfur 140 257 198 202 348 356
Umsóknir sem fengu styrk 55 66 66 94 112 103

    Þessar tölur ná ekki til umsókna um einkaleyfisstyrki enda eru þeir styrkir annars eðlis en aðrir flokkar sjóðsins. Alls hafa borist 56 umsóknir um einkaleyfisstyrk og þar af hafa 23 fengið styrkúthlutun fyrir alls 8.674.000 kr.

Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heildarupphæð 421.192.000 613.675.000 593.386.000 1.082.905.000 1.337.796.000 1.287.865.000

    Staðsetning styrkhafa miðast við skráð aðsetur aðalumsækjanda. Ef um óstofnað fyrirtæki er að ræða er miðað við skráð aðsetur verkefnisstjóra.

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Höfuðborgarsvæðið 45 58 58 83 102 90
Suðurnes 2 3 1 6 2 4
Vesturland 2
Vestfirðir 4 2 3 1 1
Norðurland vestra 2 1 1 1
Norðurland eystra 1 2 2 1 3
Austurland 1 2 1 1
Suðurland 1 1 2 2 3

7. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.
Hvernig eru styrkir auglýstir lausir til umsóknar?
    Auglýst er í Fréttablaðinu og Bændablaðinu, á heimasíðu Ferðamálastofu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Hverjir sjá um að meta umsóknirnar?
    Ráðherra skipar stjórn sjóðsins eftir tilnefningar skv. 2. gr. laga nr. 75/2011. Eftir mat stjórnar á hverri umsókn gerir hún tillögu til ráðherra. Starfsmenn Ferðamálastofu aðstoða stjórn við faglega þætti matsins, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 782/2017. Ráðherra tekur við tillögu stjórnar og fer yfir hana áður en hann úthlutar.

Hvernig eru þær metnar?
    Ef umsóknir eru styrkhæfar og uppfylla formkröfur sem koma fram í lögum nr. 75/2011 fer fram gæðamat skv. 9. gr. reglugerðar nr. 782/2017. Gæðamatsblað með hlutfallslegu vægi viðmiðunarþátta (fjölda mögulegra stiga í stigagjöf matsins) liggur fyrir þegar auglýst er. Verkefnum eru svo gefin stig í samræmi við hversu vel þær uppfylla viðmiðunarþætti.

Til hvaða þátta er horft við ákvörðun um styrkveitingar?
    Horft er til þátta sem komu fram í 1. gr. laga nr. 75/2011 og 2. og 5. gr. reglugerðar nr. 782/2017. Þeir varða vernd náttúru á ferðamannastöðum, viðhald þeirra og uppbyggingu, öryggi og dreifingu ferðamanna.

Hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Þeir eru ákvarðaðir af Alþingi með lagasetningu og af ráðherra með reglugerðarsetningu.

Hversu margar umsóknir bárust og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012? Hversu margar umsóknir sem bárust frá árinu 2012 töldust uppfylla allar kröfur?

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Fjöldi umsókna 124 205 223 207 311 122
Umsóknir sem uppfylltu kröfur 85 194 188 10 277 176
Umsóknir sem fengu styrk 30 124 139 155 76 58

Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Heildarupphæð 69.000.000 501.246.200 630.382.699 1.024.600.019 626.456.631 609.928.024

    Staðsetning styrkhafa eftir landshlutum var sem hér segir:

2012 2013 2014 2015 2016 2017
Höfuðborgarsvæðið 5 5 2 3 2
Suðurnes 1 5 5 3 3 5
Vesturland 2 19 18 16 12 14
Vestfirðir 3 15 9 12 8 5
Norðurland vestra 2 7 3 15 4 2
Norðurland eystra 3 21 22 32 9 6
Austurland 5 8 10 12 9 10
Suðurland 13 44 67 61 25 14
Hálendið 1