Ferill 389. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1099  —  389. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum á sviði
samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála.


(Eftir 2. umræðu, 5. júní.)


I. KAFLI
Breyting á lögum um samgönguáætlun, nr. 33/2008, með síðari breytingum.
1. gr.

    Í stað orðsins „tólf“ og orðanna „fjögurra ára áætlun“ í 1. gr. laganna kemur: fimmtán; og: fimm ára aðgerðaáætlun.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „fjögurra“ og „tólf“ í 1. mgr. kemur: að minnsta kosti þriggja; og: fimmtán.
     b.      Í stað orðsins „fjögurra“ í 5. mgr. kemur: fimm.
     c.      Lokamálsliður 6. mgr. orðast svo: Samgönguráð undirbýr og semur tillögu að samgönguáætlun til ráðherra.
     d.      7. mgr. fellur brott.

3. gr.

    3. gr. laganna orðast svo ásamt fyrirsögn:

Aðgerðaáætlun samgönguáætlunar.

    Gera skal aðgerðaáætlun fyrir fyrsta fimm ára tímabil hverrar samgönguáætlunar, sbr. 2. gr. Í aðgerðaáætlun skal vera áætlun fyrir hvert ár tímabilsins fyrir hverja stofnun og fyrirtæki samgöngumála sem eiga undir ráðuneytið.
    Sundurliðun aðgerðaáætlunar skal hagað þannig að ábyrgð og fjárheimildir hverrar stofnunar og fyrirtækis komi skýrt fram. Gerð skal grein fyrir fjáröflun og útgjöld skulu sundurliðuð eftir einstökum framkvæmdum, rekstri, þjónustu og viðhaldi eftir því sem við á. Í aðgerðaáætlun skal m.a. vera sundurliðun í samræmi við framsetningu fjárlaga. Tekjur og gjöld aðgerðaáætlunar skulu rúmast innan ramma samgönguáætlunar.
    Áður en aðgerðaáætlun samkvæmt ákvæði þessu er unnin leggur ráðherra fram fjárhagsramma til samgönguráðs.

4. gr.

    4. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra skipar samgönguráð sem gerir tillögu til ráðherra að samgönguáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun samgönguáætlunar, stefnu og forgangsröðun, að fengnum áherslum ráðherra, sbr. 2. og 3. gr. Í samgönguráði sitja tveir fulltrúar ráðherra og skal annar þeirra vera formaður, forstjóri Vegagerðarinnar, forstjóri Samgöngustofu og forstjóri Isavia ohf. Þá situr í samgönguráði fulltrúi þeirrar skrifstofu ráðuneytisins sem fer með samgöngumál. Skipunartími samgönguráðs takmarkast við embættistíma þess ráðherra sem skipar.
    Við gerð samgönguáætlunar skal gætt að samráði við hagsmunaaðila. Jafnframt skal almenningi gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli.

5. gr.

    Í stað orðanna „fjögurra ára áætlun“ og „fjögurra ára áætlunar“ í 6. gr. laganna og fyrirsögn hennar kemur: fimm ára aðgerðaáætlun; og: fimm ára aðgerðaáætlunar.

II. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum.
6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „fjögurra“ og „tólf“ í 3. mgr. kemur: að minnsta kosti þriggja; og: fimmtán.
     b.      5.–7. mgr. orðast svo:
             Í fjarskiptaáætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Í aðgerðaáætlun skal gera grein fyrir fjáröflun og útgjöldum eftir einstökum verkefnum eins og við á. Áður en aðgerðaáætlun er unnin leggur ráðherra fram fjárhagsramma til fjarskiptaráðs.
             Ráðherra skipar fjarskiptaráð sem gerir tillögu til ráðherra að fjarskiptaáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun, stefnu og forgangsröðun, að fengnum áherslum ráðherra. Í fjarskiptaráði sitja tveir fulltrúar ráðherra og skal annar þeirra vera formaður, ásamt forstjórum Póst- og fjarskiptastofnunar og Þjóðskrár Íslands. Þá situr í fjarskiptaráði fulltrúi þeirrar skrifstofu ráðuneytisins sem fer með fjarskiptamál. Skipunartími fjarskiptaráðs takmarkast við embættistíma þess ráðherra sem skipar.
             Við gerð fjarskiptaáætlunar skal gætt að samráði við hagsmunaaðila. Jafnframt skal almenningi gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli.

III. KAFLI
Breyting á lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir, nr. 69/2015.
7. gr.

    2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Hlutverk stýrihópsins er að efla samhæfingu innan Stjórnarráðsins í málefnum sem snúa að byggðamálum, tryggja aðkomu allra ráðuneyta að undirbúningi byggðaáætlunar, sbr. 3. gr., og tryggja virkt samráð við sveitarstjórnarstigið í þessum málaflokki.

8. gr.

    Við lögin bætist ný grein, 2. gr. a, sem orðast svo ásamt fyrirsögn:

Byggðamálaráð.

    Ráðherra skipar byggðamálaráð sem gerir tillögu til ráðherra að stefnumótandi byggðaáætlun og fimm ára aðgerðaáætlun að fengnum áherslum ráðherra, sbr. 3. gr. Í byggðamálaráði sitja tveir fulltrúar ráðherra og skal annar þeirra vera formaður, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, forstjóri Byggðastofnunar og fulltrúi þeirrar skrifstofu ráðuneytisins sem fer með byggðamál. Skipunartími ráðsins takmarkast við embættistíma þess ráðherra sem skipar.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
             Ráðherra leggur á að minnsta kosti þriggja ára fresti fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára í senn.
     b.      Lokamálsliður 2. mgr. fellur brott.
     c.      3. og 4. mgr. orðast svo:
             Í byggðaáætlun skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Skal þar m.a. gerð grein fyrir sérstökum áformum ríkisins um stuðning við atvinnulíf á skilgreindum stuðningssvæðum byggðakorts af Íslandi sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt fyrir tiltekið tímabil og tengingu þeirra við sóknaráætlanir. Áður en aðgerðaáætlun er unnin leggur ráðherra fram fjárhagsramma til byggðamálaráðs.
             Við undirbúning byggðaáætlunar og fimm ára aðgerðaáætlunar skal haft samráð við öll ráðuneyti á vettvangi stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál, sbr. 2. gr. Þá skal haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög. Horfa skal einnig til þeirrar stefnumörkunar sem fram kemur í stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga sem gerð er samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Loks skal haft samráð við hagsmunaaðila eftir þörfum og skal almenningi gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli.

IV. KAFLI
Breyting á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, með síðari breytingum.
10. gr.

    Við 2. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar sem orðast svo:
    Ráðherra sveitarstjórnarmála leggur að minnsta kosti á þriggja ára fresti fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga til fimmtán ára í senn. Í áætluninni skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára á þessu sviði.
    Við gerð tillagna að stefnumótandi áætlun og aðgerðaáætlun skv. 4. mgr. skal haft samráð við ráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélög. Þá skal haft samráð við hagsmunaaðila eftir þörfum. Horfa skal einnig til þeirrar stefnumörkunar sem fram kemur í byggðaáætlun og sóknaráætlunum sem gerðar eru samkvæmt lögum um byggðaáætlun og sóknaráætlanir. Loks skal almenningi gefinn kostur á að koma að sjónarmiðum sínum og athugasemdum í opnu samráðsferli.
    Ráðherra skal í reglugerð setja nánari ákvæði um gerð stefnumótandi áætlunar og aðgerðaáætlunar, sbr. 4. og 5. mgr.

V. KAFLI
Breyting á hafnalögum, nr. 61/2003, með síðari breytingum.
11. gr.

    Í stað orðsins „tveggja“ í 3. mgr. 25. gr. laganna kemur: að lágmarki þriggja.

VI. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005, með síðari breytingum.
12. gr.

    Í stað orðanna „er jafnframt verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar og skal hún“ í 2. málsl. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: skal.

13. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.