Ferill 22. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1101  —  22. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um brottnám líffæra, nr. 16/1991 (ætlað samþykki).

(Eftir 2. umræðu, 5. júní.)


1. gr.


    1. og 2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
    Nema má brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til nota við læknismeðferð annars einstaklings hafi hinn látni ekki lýst sig andvígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans.
    Ekki má þó nema brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings til að nota við læknismeðferð annars einstaklings leggist nánasti vandamaður hins látna gegn því.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019.
    Fram að gildistöku laga þessara skal velferðarráðuneyti kynna efni þeirra fyrir landsmönnum.