Ferill 642. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1109  —  642. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um túlkaþjónustu fyrir innflytjendur.

Frá Jóni Steindóri Valdimarssyni.


     1.      Hvernig ætlar ráðherra að tryggja með lögum að innflytjendur sem ekki hafa náð tökum á íslensku njóti túlkaþjónustu vegna nauðsynlegra samskipta við starfsmenn sýslumannsembætta?
     2.      Hvaða gögn eru til um það hvort innflytjendur sem ekki hafa náð tökum á íslensku njóti lögbundinnar túlkaþjónustu á heilbrigðisstofnunum?
     3.      Hvar eru upplýsingar frá hinu opinbera sem snúa að réttindum og hagsmunum innflytjenda sem ekki hafa náð tökum á íslensku aðgengilegar í þýðingu á erlend mál á netinu?
     4.      Er í undirbúningi innan Stjórnarráðsins að koma á fót styrktarsjóði fyrir innflytjendur sem ekki hafa náð tökum á íslensku og þarfnast túlkaþjónustu vegna samskipta við einkaaðila?
     5.      Hvernig hefur verið brugðist við skýrslu um túlkaþjónustu fyrir innflytjendur sem innflytjendaráð vann fyrir velferðarráðuneytið og skilaði 26. janúar 2011?


Skriflegt svar óskast.