Ferill 466. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1115  —  466. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um skil menningarverðmæta til annarra landa, nr. 57/2011, með síðari breytingum (frestir).

(Eftir 2. umræðu, 6. júní.)


1. gr.


    Í stað orðsins „tveggja“ í 1. málsl. 4. mgr. 6. gr. laganna kemur: sex.

2. gr.

    Í stað orðanna „eitt ár er liðið“ í 1. málsl. 3. mgr. 8. gr. laganna kemur: þrjú ár eru liðin.

3. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 1995“ í 9. gr. laganna kemur: 1. janúar 1993.

4. gr.


    Við 15. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/60/ESB frá 15. maí 2014 leysir af hólmi tilskipun 93/7/EBE um að skila menningarminjum sem hafa verið fluttar ólöglega frá yfirráðasvæði aðildarríkis, sem vísað er til í tölulið 2, XXVIII. kafla, II. viðauka og tölulið 3, X. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 121/2016 frá 3. júní 2016.

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

6. gr.


Breytingar á öðrum lögum.

    Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á lögum nr. 80/2012, um menningarminjar, með síðari breytingum:
     a.      Á eftir orðunum „tilskipun ráðsins“ í 1. mgr. 50. gr. laganna kemur: 2014/60/ESB sem leysti af hólmi tilskipun.
     b.      Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 1995“ í 2. mgr. 50. gr. laganna kemur: 1. janúar 1993.