Ferill 481. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1126  —  481. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um köfun.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Við 3. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „fara fram“ í 1. tölul. komi: í yfirborði og/eða.
                  b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Köfunarbúnaður: Allur sá búnaður sem notaður er við köfun og gerir mönnum kleift að kafa.
     2.      Við 5. gr.
                  a.      B-liður 1. mgr. orðist svo: uppfylla heilbrigðiskröfur, sbr. 6. gr.
                  b.      C-liður 1. mgr. orðist svo: uppfylla menntunar- og hæfniskröfur, sbr. 7. gr.
     3.      Fyrri málsliður 1. mgr. 7. gr. orðist svo: Umsækjandi um skírteini sem heimilar köfun í atvinnuskyni skal fullnægja viðeigandi menntunar- og hæfniskröfum.
     4.      Á eftir 8. gr. komi nýr kafli, III. kafli, Áhugaköfun, með einni grein, 9. gr., sem orðist svo, ásamt fyrirsögn:

Áhugaköfun.

             Sá sem stundar áhugaköfun skal vera 17 ára eða eldri og uppfylla skilyrði b-liðar 1. mgr. 5. gr., hafa staðist viðeigandi menntunar- og hæfniskröfur og hafa gilt skírteini vegna áhugaköfunar.
     5.      Við 11. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „Samgöngustofa“ í fyrri málslið 2. mgr. komi: eða aðrir til þess bærir aðilar.
                  b.      3. mgr. orðist svo:
                      Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða nánar á um eftirlit Samgöngustofu og annarra til þess bærra aðila.
     6.      2. mgr. 15. gr. orðist svo:
             Rannsóknarnefnd samgönguslysa skal annast rannsókn í kjölfar köfunarslysa. Rannsóknin skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir köfunarslyssins en ekki að skipta sök eða ábyrgð með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og afleiðingum sambærilegra slysa. Um rannsókn á meintri refsiverðri háttsemi í tengslum við köfunarslys fer skv. 1. mgr. og er slík rannsókn óháð rannsóknum rannsóknarnefndar samgönguslysa. Að öðru leyti fer um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir lögum um rannsókn samgönguslysa, nr. 18/2013, með síðari breytingum.
     7.      Við 16. gr.
                  a.      H-liður orðist svo: eftirlit Samgöngustofu og annarra til þess bærra aðila.
                  b.      Við bætist fjórir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                i.    skilyrði fyrir að mega stunda köfun,
                j.    köfunarbúnað,
                k.    reglur vegna köfunar á afmörkuðum svæðum á Íslandi, þ.m.t. öryggisreglur og reglur um takmörkun umferðar,
                l.    reglur um tilkynningu til viðeigandi aðila um fyrirhugaða köfun í þjóðgörðum, á svæðum í einkaeigu, á friðuðum svæðum og í óbyggðum, fjarri alfaraleið.