Ferill 646. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1152  —  646. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um synjun Skipulagsstofnunar á tillögu sveitarstjórnar að aðalskipulagi.

Frá Teiti Birni Einarssyni.


     1.      Hversu oft frá árinu 2011 hefur Skipulagsstofnun synjað sveitarfélagi staðfestingar á tillögu að aðalskipulagi, sbr. 4. mgr. 32. gr. laga nr. 123/2010?
     2.      Hvaða ástæður lágu að baki því að tillögu var vísað til ráðherra í hverju tilviki fyrir sig?
     3.      Voru tímafrestir skv. 4. mgr. 32. gr. laga nr. 123/2010 virtir í öllum tilfellum?
     4.      Hverjar voru lyktir hvers þessara mála?


Skriflegt svar óskast.