Ferill 492. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 1154  —  492. mál.
Nýr liður. Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um Íslandsstofu, nr. 38/2010, með síðari breytingum (rekstrarform o.fl.).

Frá meiri hluta utanríkismálanefndar (ÁslS, BHar, ÁsgG, ATG, LE, SMc, RBB, ÞKG).


     1.      Við 1. gr.
                  a.      1. og 2. efnismgr. orðist svo:
                      Íslandsstofa er sjálfseignarstofnun sem rekin er á einkaréttarlegum grunni með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð og starfar samkvæmt sérstakri skipulagsskrá.
                      Íslandsstofa, sjálfseignarstofnun, er undanþegin tekjuskatti samkvæmt lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og gilda ákvæði stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ekki um starfsemi hennar.
                  b.      Á eftir 2. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Upplýsingalög, nr. 140/2012, gilda um starfsemi Íslandsstofu. Lögin veita þó ekki aðgang að upplýsingum í fórum Íslandsstofu sem varða málefni starfsmanna hennar eða fjárhags- eða viðskiptahagsmuni þeirra einkaaðila sem taka þátt í verkefnum hennar.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „29“ í fyrri málslið 4. efnismgr. komi: 31.
                  b.      Í stað orðsins „nítján“ í síðari málslið 4. efnismgr. komi: 21.
                  c.      Við 4. efnismgr. bætist tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                  e.    einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga,
                  f.    einn samkvæmt tilnefningu samstarfshóps markaðsstofa landshlutanna.
                  d.      Síðari málsliður 5. efnismgr. orðist svo: Auk fulltrúa skv. 4. mgr. skulu eiga sæti í ráðinu ráðherra sem fer með utanríkismál og er hann jafnframt formaður ráðsins, ráðherra sem fer með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál, ráðherra sem fer með ferðamál og málefni iðnaðar og nýsköpunar, ráðherra sem fer með mennta- og menningarmál og ráðherra sem fer með umhverfis- og auðlindamál ásamt fulltrúum þingflokka utan ríkisstjórnar á hverjum tíma.
     3.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðsins „fimm“ í 1. málsl. 1. efnismgr. komi: sjö.
                  b.      2. málsl. 1. efnismgr. orðist svo: Ráðherra sem fer með utanríkismál tilnefnir tvo stjórnarmenn, ráðherra sem fer með ferðamál og málefni iðnaðar og nýsköpunar einn og Samtök atvinnulífsins fjóra.
     4.      6. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
                  a.      2. málsl. 5. tölul. fellur brott.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Gerður skal þjónustusamningur til fimm ára milli ríkisins og Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, um ráðstöfun fjárveitinga hennar sem ætlaðar eru til markaðsstarfs á erlendum mörkuðum og falla innan verksviðs Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, samkvæmt lögum þessum.
     5.      8. gr. orðist svo:
                  Í stað ákvæða til bráðabirgða I–III í lögunum koma fjögur ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  a.      (I.)
                       Stjórn Íslandsstofu starfar til bráðabirgða fram að stofnfundi 1. september 2018 þegar ný stjórn er skipuð í samræmi við ákvæði 3. gr. Stjórnin skal undirbúa stofnun Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, og boða til stofnfundar hennar.
                       Á stofnfundi Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, 1. september 2018, skulu eignir og skuldbindingar Íslandsstofu renna til hinnar nýju sjálfseignarstofnunar sem tekur við réttindum og skyldum Íslandsstofu. Þá er Íslandsstofu, sjálfseignarstofnun, heimilt að taka við eignum sem henni kunna að verða lagðar til og samræmast hlutverki hennar skv. 2. gr. og annast rekstur þeirra.
                       Stofnaðilar Íslandsstofu, sjálfseignarstofnunar, skulu á stofnfundi 1. september 2018 taka ákvörðun um starfsemi og skipulag hennar í skipulagsskrá skv. 6. gr. Ný stjórn Íslandsstofu skal 1. desember 2018 leggja fram fyrstu tillögu að langtímastefnu stjórnvalda og atvinnulífs fyrir útflutning skv. 3. gr. a og skal sú stefna gilda til loka árs 2023.
                  b.      (II.)
                       Þjónustusamningur skv. 2. mgr. 5. gr. skal liggja fyrir eigi síðar en 1. september 2018.
                  c.      (III.)
                       Ráðherra skal gera úttekt innan þriggja ára á starfsemi Íslandsstofu og útflutnings- og markaðsráðs auk þess sem lagt skal mat á hvort markmið laganna hafi náð fram að ganga. Þjónustusamning skv. 5. gr. laganna skal ekki endurgera fyrr en að lokinni slíkri úttekt.
                  d.      (IV.)
                       Ráðherra skal skipa starfshóp í samráði við forsætisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þar sem eiga m.a. sæti sérfræðingar þeirra ráðuneyta. Starfshópnum skal falið að undirbúa lagasetningu um nýtt félagaform sem taki til starfsemi stjórnvalda og atvinnulífs, líkt og í tilfelli Íslandsstofu. Tilgangur þeirrar lagasetningar er að skýra lagaumgjörð félagaforms stjórnvalda og atvinnulífs.
     6.      Í stað orðsins „júlí“ í 10. gr. komi: september.