Ferill 565. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1156  —  565. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006, með síðari breytingum (sýndarfé og stafræn veski).

Frá Birni Leví Gunnarssyni og Smára McCarthy.


     1.      2. gr. orðist svo:
            Við 3. gr. laganna bætast fjórir nýir töluliðir, 11.–14. tölul., svohljóðandi:
        11.         Sýndarfé: Hvers konar stafrænt auðkenni (e. digital token) sem er hvorki rafeyrir í skilningu laga um útgáfu og meðferð rafeyris né gjaldmiðill og hefur peningaleg verðmæti eða er ígildi peninga.
        12.         Gjaldmiðill: Seðlar, mynt og aðrir gjaldmiðlar sem seðlabankar eða aðrir til þess bærir opinberir aðilar gefa út og er viðurkenndur lögmæltur gjaldmiðill.
        13.         Þjónustuveitandi stafrænna veskja: Einstaklingur eða lögaðili sem býður upp á vörsluþjónustu á auðkennum sýndarfjár, hvort sem er með hugbúnaði, kerfi eða annars konar miðli til að halda utan um, geyma og flytja sýndarfé, sem getur að eigin frumkvæði ráðstafað sýndarfénu.
        14.         Stafræn veski: Skrá sem inniheldur einn eða fleiri einkadulmálslykil, eða hlutdeild í slíkum lyklum, sem eru merkingarbærir fyrir móttökuauðkenni innan sýndarfjárkerfisins sem um ræðir.
     2.      6. gr. orðist svo:
            Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2019.