Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1158  —  293. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum.

Frá Ólafi Þór Gunnarssyni.


    Á eftir 2. mgr. 4. gr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
    Varsla eða meðferð efna og lyfja skv. 2. gr. skal aðeins vera refsiverð þegar haldlagt magn efna er umfram það sem talist getur til eigin neyslu.