Ferill 609. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1166  —  609. mál.
Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lánakjör.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Á hvaða bili liggja almenn lánakjör vegna húsnæðiskaupa, skipt eftir verðtryggðum lánum og óverðtryggðum, og hvert er hlutfall verðtryggðra og óverðtryggðra lána?

    Á meðfylgjandi töflu er að finna yfirlit yfir almenn lánakjör húsnæðislána miðað við 1. júní 2018. Upplýsingarnar eru fengnar af heimasíðum allra þeirra aðila sem veita húsnæðislán.

Verðtryggð lán Fastir vextir Lægstu vextir 3,55%
Hæstu vextir 5,40%
Breytilegir vextir Lægstu vextir 2,43%
Hæstu vextir 5,10%
Óverðtryggð lán Lægstu vextir 5,35%
Hæstu vextir 7,85%

    Óverðtryggð lán eru einungis í boði með breytilegum vöxtum.
    Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands var hlutfall verðtryggðra og óverðtryggðra íbúðalána heimila, þ.e. lán með veði í húsnæði, hjá innlendum fjármálastofnunum í lok mars þannig að verðtryggð lán voru 81,9% en óverðtryggð 18,1%.