Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1178, 148. löggjafarþing 454. mál: Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta).
Lög nr. 72 20. júní 2018.

Lög um breytingu á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun og lögum um fjarskipti (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta).


I. KAFLI
Breyting á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, nr. 69/2003, með síðari breytingum.

1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. a laganna:
  1. Við 4. tölul. 1. mgr. bætist nýr stafliður, svohljóðandi:
    1. Fyrir hvert MHz við afnot af 64–66, 71–76 og 81–86 GHz 83 kr.
  2. Við 4. tölul. 1. mgr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ekki skal taka gjald skv. a- og b-lið þessa töluliðar þegar fastasamband er notað sem heimtaug fyrir heimili og fyrirtæki.
  4. 5. tölul. 1. mgr. orðast svo: Almenn farnet (t.d. GSM, 3G, 4G og 5G).
    1. Fyrir hvert MHz undir 2300 MHz 256.500 kr.
    2. Fyrir hvert MHz milli 2300 MHz og 10 GHz 128.250 kr.
    3. Fyrir hvert MHz yfir 10 GHz 25.650 kr.
  5. B-liður 2. mgr. orðast svo: Gjaldsvæði 2: Höfuðborgarsvæðið (Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær, Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær).


II. KAFLI
Breyting á lögum um fjarskipti, 81/2003, með síðari breytingum.

2. gr.

     Við 3. gr. laganna bætist eftirfarandi orðskýring í viðeigandi stafrófsröð: Nothæf internetþjónusta: Virkni, gæði og tæknilegir eiginleikar sem internetþjónusta skal að lágmarki búa yfir þannig að þjónustan geti komið notendum að gagni í daglegu lífi. Lágmarksvirkni, gæði og tæknilegir eiginleikar internetþjónustu eru nánar tilgreindir í reglugerð ráðherra.

3. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
  1. Í stað 1. málsl. 3. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Til alþjónustu telst m.a. símaþjónusta og þjónusta við öryrkja eða notendur með sérstakar samfélagslegar þarfir og gagnaflutningsþjónusta sem tryggir nothæfa internetþjónustu. Þjónustutegundir alþjónustu eru ekki bundnar tiltekinni tækni.
  2. 5. mgr. fellur brott.


4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 20. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „fyrir alþjónustu“ í 1. málsl. kemur: alþjónustuveitanda.
  2. 2. málsl. fellur brott.


5. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna orðast svo: Stofnunin metur umsókn alþjónustuveitanda og skal við útreikninga á kostnaði við alþjónustu m.a. taka mið af markaðsávinningi af því að veita þjónustuna.

6. gr.

     Á undan orðunum „í kjölfar útboðs“ í 1. mgr. 23. gr. laganna kemur: eftir atvikum.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. júní 2018.