Ferill 484. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1215  —  484. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun.

Frá atvinnuveganefnd.


     1.      Við 4. gr.
                  a.      B-liður 1. tölul. orðist svo: gisting, sem hvorki er í eðlilegum tengslum við flutning farþega né til búsetu.
                  b.      Í stað orðanna „á skráningarskyldum ökutækjum“ í c-lið 1. tölul. komi: bifreiða og bifhjóla sem krefjast ökuréttinda í A-flokki.
                  c.      D-liður 1. tölul. orðist svo: önnur þjónusta við ferðamenn sem ekki er í eðlilegum tengslum við ferðatengda þjónustu skv. a–c-lið.
                  d.      Í stað orðanna „einum eða fleiri tegundum ferðatengdrar þjónustu“ í 2. mgr. 2. tölul. komi: annarri þjónustu við ferðamenn.
                  e.      Í stað orðanna „ein eða fleiri tegundir ferðatengdrar þjónustu“ í 2. mgr. 5. tölul. komi: önnur þjónusta við ferðamenn.
     2.      Við 6. gr.
                  a.      Orðin „almennar upplýsingar um“ í f-lið 1. mgr. falli brott.
                  b.      Orðin „upplýsingar um“ í g- og h-lið 1. mgr. falli brott.
     3.      Í stað orðanna „á kostnað skipuleggjanda eða smásala“ í 4. mgr. 18. gr. komi: og krafið skipuleggjanda eða smásala um endurgreiðslu nauðsynlegs kostnaðar vegna þess.
     4.      Í stað orðanna „endurgreiðslu og skaðabóta, sbr. 22. gr.“ í 20. gr. komi: afsláttar og skaðabóta, sbr. 21. og 22. gr.
     5.      Á eftir orðinu „Skipuleggjandi“ í síðari málslið 3. mgr. 26. gr. komi: eða smásali.
     6.      Í stað dagsetningarinnar „1. júlí 2018“ í fyrri málslið 35. gr. komi: 1. janúar 2019.
     7.      Ákvæði til bráðabirgða falli brott.