Ferill 650. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1216  —  650. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldisfyrirtæki.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hversu háar fjárhæðir greiddu fiskeldisfyrirtæki árlega 2008–2017 fyrir mat á umhverfisáhrifum? Hvernig skiptast þessar greiðslur milli einstakra fyrirtækja?
     2.      Hversu háar fjárhæðir greiddu fiskeldisfyrirtæki árlega á fyrrgreindu tímabili í Umhverfissjóð sjókvíaeldis? Hvernig skiptast þessar greiðslur milli einstakra fyrirtækja?
     3.      Hversu mörg ný rekstrarleyfi voru gefin út hvert þessara ára til fiskeldis?
     4.      Hversu háar fjárhæðir greiddu fiskeldisfyrirtæki á ári hverju fyrir rekstrarleyfi? Hvernig skiptast þessar greiðslur milli einstakra fyrirtækja?
     5.      Hversu mörg ný starfsleyfi voru gefin út hvert þessara ára til fiskeldis?
     6.      Hversu háar fjárhæðir greiddu fiskeldisfyrirtæki árlega fyrir starfsleyfi? Hvernig skiptast þessar greiðslur milli einstakra fyrirtækja?


Skriflegt svar óskast.