Ferill 651. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1217  —  651. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðlista á Vog.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Hvaða markmið um biðtíma og þjónustu við skjólstæðinga eru skilgreind í þjónustusamningi Sjúkratrygginga Íslands við SÁÁ um sjúkrahúsið Vog?
     2.      Hvernig hefur ráðherra eftirlit með því að markmiðum í þjónustusamningi Sjúkratrygginga Íslands við SÁÁ um sjúkrahúsið Vog sé náð?
     3.      Hversu margir létust meðan þeir voru á biðlista eftir rými á sjúkrahúsinu Vogi? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum árin 2013–2017.
     4.      Hver eru kynjahlutföll þeirra sem eru nú á biðlista eftir rými á sjúkrahúsinu Vogi?
     5.      Hversu margir þeirra sem voru á biðlista eftir rými á Vogi árin 2013–2017 skiluðu sér í meðferð að lokinni bið? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     6.      Telur ráðherra að framboð á meðferðarúrræðum fyrir fólk með fíknivanda sé nógu fjölbreytt? Hvernig hyggst ráðherra auka þetta framboð og gera fjölbreyttara á kjörtímabilinu?


Skriflegt svar óskast.