Ferill 653. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1220  —  653. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum.

Frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.


     1.      Telur ráðherra ástæðu til að breyta hjúskaparlögum til að koma í veg fyrir að hægt sé að tefja lögskilnaðarferli úr hófi, m.a. tefja jafnvel árum saman fyrir fólki að slíta hjónabandi þar sem ofbeldi hefur viðgengist?
     2.      Ef svo er, hvaða vinna er í gangi í ráðuneytinu við undirbúning að þeim breytingum og hvenær hyggst ráðherra leggja fram frumvarp til breytinga á hjúskaparlögum?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að sýslumenn landsins breyti verklagi sínu þegar kemur að framkvæmd hjúskaparlaga?


Skriflegt svar óskast.