Ferill 654. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1221  —  654. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um samning um heilbrigðisþjónustu Sjúkrahússins á Akureyri við Grænland og Færeyjar.

Frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að koma á samningi um sjúkraþjónustu eða sjúkrahúsrekstur á milli Sjúkrahússins á Akureyri og aðila í Færeyjum eða á Grænlandi, sbr. samninga Landspítalans við fyrrgreind lönd? Ef ekki, hvað stendur í vegi fyrir að slíkur samningur verði gerður?
     2.      Telur ráðherra að hægt væri að auka þjónustu sem Landspítalinn veitir á grundvelli samninga sem eru í gildi við aðila í Færeyjum og á Grænlandi?
     3.      Hvers vegna er enginn samningur í gildi milli Sjúkrahússins á Akureyri og aðila í Færeyjum og Grænlandi varðandi sjúkraflutninga sem fara fram frá Akureyri, sbr. svar ráðherra við fyrirspurn á þskj. 1031?


Skriflegt svar óskast.