Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 1223  —  581. mál.
Viðbót.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum (upprunatengdir ostar, móðurmjólk).

Frá minni hluta atvinnuveganefndar.


    Við undirritun búvörusamninga milli ríkis og bænda 19. febrúar 2016 lá fyrir undirritaður samningur Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur frá 17. september 2015. Í 1. gr. frumvarps þessa er einhliða lagt til að breytingar verði gerðar á forsendum fyrrnefnds samnings án þess að nokkuð komi í staðinn. Hvorki verður um að ræða aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda né heldur að ESB veiti ívilnanir á móti. Búvörusamningarnir og samningurinn við ESB voru afgreiddir samtímis frá Alþingi 13. september 2016 og því ljóst að þessi mál þóttu nátengd að áliti þingsins.
    Markaði fyrir sérosta hér á landi er sérstaklega þjónað af mjólkurvinnslustöðvunum á Egilsstöðum og í Búðardal. Minni hlutinn vekur athygli á áhrifum þeirra breytinga sem felast í frumvarpinu á atvinnulíf og byggð á þessum stöðum. Einnig telur minni hlutinn rétt að halda því til haga að til svonefndra sérosta heyra ostar sem keppa á sama markaði og hefðbundnir brauðostar, t.d. Gouda Holland, Noord-Hollandse Gouda og Edam-ostar. Verðlagsnefnd búvara ákveður heildsöluverð á brauðosti hérlendis og því gæti reynst snúið fyrir íslenskar afurðastöðvar að bregðast við þessum breyttu aðstæðum. Rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar hefur breyst til hins verra frá því tollasamningurinn var undirritaður. Minni hlutinn telur að samningnum eigi að segja upp og því er málið óþarft og leggur til að það nái ekki fram að ganga.

Alþingi, 11. júní 2018.

Sigurður Páll Jónsson.