Ferill 655. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1224  —  655. mál.
Fyrirspurn


til forseta Alþingis um notkun á Alþingishúsinu.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.


     1.      Hver veitti leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu?
     2.      Telur forseti Alþingis slíka notkun á þinghúsinu og þinghefðum til þess fallna að auka virðingu Alþingis?
     3.      Var þetta leyfi tengt stuðningi forseta Alþingis við málstað þeirra sem leyfið hlutu?
     4.      Mega aðrir hópar vænta þess að fá leyfi fyrir sams konar viðburðum óháð því hvort forseti Alþingis er fylgjandi málstað þeirra eða ekki?
     5.      Er þetta leyfi til marks um að vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna?


Skriflegt svar óskast.