Ferill 656. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 1225  —  656. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um uppbyggingu almenningssamgangna.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.


     1.      Í hverju mun sú uppbygging almenningssamgangna felast sem vísað er til í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, þar sem segir að áfram þurfi að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og að stutt verði við borgarlínu í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu?
     2.      Hvað er átt við með „borgarlínu“?
     3.      Í hverju mun stuðningur ríkisstjórnarinnar við borgarlínu felast?


Skriflegt svar óskast.