Ferill 658. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1227  —  658. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk.

Frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.


     1.      Hversu marga aðstoðarmenn hafa ráðherrar og ríkisstjórn ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa? Svar óskast sundurliðað fyrir aðstoðarmenn ráðherra og fyrir annað fólk sem starfar í ráðuneytum eða fyrir ríkisstjórnina á annan hátt.
     2.      Hafa slíkir aðstoðarmenn áður verið fleiri en þeir eru nú?
     3.      Hver er áætlaður árlegur heildarkostnaður af störfum þessa aðstoðarfólks?
     4.      Væntir ráðherra þess að ríkisstjórnin muni ráða fleira fólk sér til aðstoðar án auglýsingar?
     5.      Hvernig hyggst ráðherra, í ljósi yfirlýstra áforma um að efla Alþingi, jafna aðstöðumun ráðherra annars vegar, sem njóta ríkulegs stuðnings ráðuneyta, stofnana og aðstoðarmanna, og stjórnarandstöðuþingmanna hins vegar, sem njóta ekki slíks stuðnings?


Skriflegt svar óskast.