Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1240  —  111. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017 (leyfisskyldir farþegaflutningar).

(Eftir 2. umræðu, 11. júní.)


1. gr.

    1. málsl. 9. gr. laganna orðast svo: Aðila sem stundar farþegaflutninga með sérútbúnum bifreiðum, t.d. til fjallaferða, er heimilt að nota bifreiðar sem rúma færri farþega en níu, enda hafi hann til þess sérstakt leyfi útgefið af Samgöngustofu.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Aðila sem stundar farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu er heimilt að nota bifreiðar sem rúma færri farþega en níu, enda hafi hann til þess sérstakt leyfi útgefið af Samgöngustofu.
     b.      Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Samgöngustofu er heimil útgáfa ferðaþjónustuleyfis samkvæmt ákvæði þessu til aðila sem stofnsettir eru á Evrópska efnahagssvæðinu þrátt fyrir skilyrði 4. tölul. 1. mgr. 5. gr., enda séu önnur skilyrði laga þessara uppfyllt.

3. gr.

    Á eftir 2. tölul. 1. mgr. 13. gr. laganna kemur nýr töluliður, 3. tölul., svohljóðandi, og breytist röð annarra töluliða samkvæmt því: Ferðaþjónustuleyfi, sbr. 10. gr.

4. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.