Ferill 662. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1262  —  662. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um „veigamiklar ástæður“.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hverjar telur ráðherra vera „veigamiklar ástæður“ í skilningi ákvæða 24. og 28. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993?
     2.      Hvernig metur ráðherra hvort um er að ræða veigamiklar ástæður í skilningi framangreindra ákvæða? Er miðað við staðlaðan réttindalista og ef svo er, hvar er sá listi aðgengilegur? Ef ekki, hvar má nálgast upplýsingar um þau réttindi sem teljast veigamikil?


Skriflegt svar óskast.