Ferill 663. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1263  —  663. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kjararáð.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Telst kjararáð stjórnvald að mati ráðherra? Svar óskast rökstutt.
     2.      Metur ráðherra það svo að kjararáð hafi talist stjórnvald áður en lög nr. 37/2017, um breytingu á lögum um kjararáð, tóku gildi? Svar óskast rökstutt.
     3.      Lítur ráðherra svo á að kjaradómur, kjaranefndir, gerðardómur eða aðrir aðilar sem úrskurða eða hafa úrskurðað um laun opinberra starfsmanna séu stjórnvald? Svar óskast rökstutt.


Skriflegt svar óskast.