Ferill 664. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1264  —  664. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um virðisaukaskatt.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hver var árlegur virðisaukaskattur, þ.e. innskattur og útskattur og mismunur til greiðslu eða inneignar, samkvæmt tekjubókhaldi ríkissjóðs árin 2012–2017 af framleiðslu:
                  a.      sauðfjárafurða,
                  b.      kjötafurða af nautgripum,
                  c.      mjólkurafurða?
     2.      Hverjar voru fyrrgreindar fjárhæðir í almennum viðskiptum með vörurnar?


Skriflegt svar óskast.