Ferill 670. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1275  —  670. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um faggilta vottunaraðila jafnlaunakerfa.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margir eru faggiltir vottunaraðilar jafnlaunakerfa og telur ráðherra að þeir séu nægilega margir til að sinna beiðnum um jafnlaunavottun eins og þörf er fyrir?
     2.      Hvaða menntunar- og hæfniskröfur þurfa faggiltir vottunaraðilar jafnlaunakerfa að uppfylla?
     3.      Hvaða kröfur eru gerðar til faggiltra vottunaraðila jafnlaunakerfa um þekkingu á kynjafræði?


Skriflegt svar óskast.