Ferill 622. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 1282  —  622. mál.
Liður felldur brott.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, GuðmT, SÞÁ, AIJ, BÁ, JSV, WÞÞ, ÞÆ).


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „við EES-samninginn“ komi: EES-samningsins.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með lögum þessum.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „heimspekilega sannfæringu“ í a-lið 3. tölul. komi: lífsskoðun.
                  b.      Á eftir orðunum „persónuupplýsinga eða“ í 11. tölul. komi: þess.
                  c.      Á eftir orðinu „aðgangur“ í 11. tölul. komi: verði.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      3. mgr. orðist svo:
                      Lög þessi gilda um vinnslu persónuupplýsinga látinna einstaklinga eftir því sem við getur átt í fimm ár frá andláti þeirra eða lengur þegar um ræðir persónuupplýsingar sem sanngjarnt og eðlilegt má telja að leynt fari.
                  b.      Í stað orðanna „lögbundin verkefni Alþingis“ í 5. mgr. komi: störf Alþingis og stofnana og rannsóknarnefnda þess.
     4.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað orðanna „1. mgr. 10. gr.“ í 1. málsl. komi: 9. gr.
                  b.      Við 2., 9. og 10. tölul. 1. mgr. bætist: og fari fram á grundvelli laga sem kveða á um viðeigandi og sértækar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða.
                  c.      Í stað orðsins „verulega“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: brýna.
                  d.      Í stað orðanna „og fyrir henni sé sérstök lagaheimild“ í 7. tölul. 1. mgr. komi: og fari fram á grundvelli laga sem kveða á um viðeigandi og sértækar ráðstafanir til að vernda grundvallarréttindi og hagsmuni hins skráða.
                  e.      Í stað orðanna „láta í té“ í 8. tölul. 1. mgr. komi: veita.
                  f.      Á eftir orðunum „félagsþjónustu“ í 8. tölul. 1. mgr. komi: og fyrir henni sé sérstök lagaheimild.
     5.      Við 17. gr.
                  a.      4. mgr. orðist svo:
                      Heimilt er með lögum að takmarka rétt sem veittur er með 13.–15. gr. reglugerðarinnar virði slík takmörkun eðli grundvallarréttinda og mannfrelsis og teljist nauðsynleg og hófleg ráðstöfun í lýðræðisþjóðfélagi til að tryggja:
                      1.      þjóðaröryggi;
                      2.      landvarnir;
                      3.      almannaöryggi;
                      4.      það að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um eða saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum, þ.m.t. að vernda gegn og koma í veg fyrir ógnir við almannaöryggi;
                      5.      önnur mikilvæg markmið sem þjóna almannahagsmunum, einkum efnahagslegum eða fjárhagslegum, þ.m.t. vegna gjaldeyrismála, fjárlaga og skattamála, lýðheilsu og almannatrygginga;
                      6.      vernd skráðs einstaklings, brýnna almannahagsmuna eða grundvallarréttinda annarra;
                      7.      það að einkaréttarlegum kröfum sé fullnægt;
                      8.      lagaákvæði um þagnarskyldu.
                  b.      Á eftir 4. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Heimilt er að beita ákvæði 4. mgr. um persónuupplýsingar í vinnuskjölum sem notuð eru við undirbúning ákvarðana hjá ábyrgðaraðila, og ekki hefur verið dreift til annarra, að því marki sem nauðsynlegt er til að tryggja undirbúning málsmeðferðar.
                  c.      Í stað orðsins „honum“ í fyrirsögn komi: rétti hins skráða.
     6.      Í stað orðanna „Skyldur til að halda skrá yfir vinnslustarfsemi ekki eiga við“ í 2. mgr. 26. gr. komi: Skyldur skv. 1. mgr. eiga ekki við.
     7.      Í stað orðsins „Einkaleyfastofu“ í 1. mgr. 37. gr. komi: Einkaleyfastofunnar.
     8.      Í stað orðanna „Þá geta stofnun, samtök eða félög“ í 2. málsl. 2. mgr. 39. gr. komi: Þá getur stofnun, samtök eða félag.
     9.      Á eftir orðunum „ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila“ í 1. mgr. 46. gr. komi: skv. 4. mgr.
     10.      1. málsl. 53. gr. orðist svo: Lög þessi öðlast gildi 15. júlí 2018.