Ferill 672. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1283  —  672. mál.
Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um uppgreiðsla lána hjá Íbúðalánasjóði.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hverjir eru þeir fjárfestar og lántakendur leiguíbúðalána Íbúðalánasjóðs sem nýlega gerðu upp 256 lán vegna fasteignaviðskipta á Reykjanesi?
     2.      Hversu háa upphæð greiddi hver og einn þessara aðila og hversu hárri upphæð nam heildargreiðslan?
     3.      Hversu mikið greiddu sömu aðilar til sjóðsins í uppgreiðslugjald af þessum lánum?


Skriflegt svar óskast.