Ferill 673. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1289  —  673. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um veiðigjöld.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hver er heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda samkvæmt lögum um veiðigjald, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2015/2016? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti ætlaðra greiðenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
     2.      Hver var heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum um veiðigjald fiskveiðiárið 2015/2016? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti gjaldenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.


Skriflegt svar óskast.