Ferill 559. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1308  —  559. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Hönnu Katrínu Friðriksson um samninga um veitingu heilbrigðisþjónustu.


     1.      Gildistími hversu margra samninga um veitingu heilbrigðisþjónustu og greiðsluþátttöku ríkisins vegna hennar, skv. 28. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, er liðinn þótt enn sé unnið samkvæmt þeim, með eða án tímabundinnar endurnýjunar? Óskað er eftir upplýsingum um samningsaðila og um umfang og inntak samninganna.
    Gildistími 12 samninga sem unnið er eftir er liðinn. Í eftirfarandi töflu er gerð nánari grein fyrir þeim samningum sem spurt er um.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.    Í samningum í töflu hér að framan er unnið á grundvelli ákvæða þess efnis að liggi ekki fyrir samningur að loknum tilgreindum samningstíma megi vinna eftir samningnum meðan báðir aðilar samþykkja. Þótt sú staða sé ekki ákjósanleg sinna báðir samningsaðilar skuldbindingum á grundvelli viðkomandi samnings meðan þessi staða varir og er því þjónusta við sjúklinga tryggð.

     2.      Hversu margir samningar um veitingu heilbrigðisþjónustu munu renna út á þessu ári og því næsta? Óskað er eftir upplýsingum um samningsaðila, um umfang og inntak samninganna og gildistíma þeirra.
    Í töflu hér á eftir er gerð grein fyrir þeim samningum sem renna út á þessu og næsta ári. Bæði er um að ræða samninga við einstaka verksala og einnig rammasamninga með mörgum þjónustuveitendum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.     3.     
     4.      Hvernig er faglegu mati ráðuneytisins á samningum um veitingu heilbrigðisþjónustu skv. 28. gr. laga um heilbrigðisþjónustu háttað? Hvernig fer eftirlitið fram og hvaða þættir eru metnir þar?

    Allt faglegt eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem veitt er hér á landi er í höndum embættis landlæknis, þar á meðal eftirlit með þjónustu sem veitt er á grundvelli samninga sjúkratrygginga. Í 45. gr. laga um sjúkratryggingar er fjallað um eftirlit með samningum sjúkratrygginga. Þar kemur fram að sjúkratryggingastofnunin skuli hafa eftirlit með starfsemi samningsaðila sem miðar að því að tryggja að tegundir, magn, gæði, kostnaður og árangur þjónustu sé í samræmi við gerða samninga. Þar kemur einnig fram að stofnunin skuli hafa samráð við embætti landlæknis um fyrirkomulag og framkvæmd eftirlitsins. Eftirlit með samningum, bæði faglegt og hagrænt, er því í höndum framangreindra stofnana.
    Hins vegar leggur ráðuneytið mat á þörf fyrir þjónustu í samráði við embætti landlæknis og hvernig henni verður best mætt í ljósi stefnu ráðherra og þeirrar fagþekkingar og fjármagns sem er til ráðstöfunar. Framangreint mat getur haft áhrif á ákvörðun um nýja samninga eða leitt af sér breytingar ár gildandi samningum. Þá er nú unnið að því að skýra betur verklag varðandi aðkomu ráðuneytisins að samningum sem Sjúkratryggingar Íslands gera í ljósi nýlegra ábendinga Ríkisendurskoðunar. Unnið er að gerð nýrrar heilbrigðisstefnu og meðal markmiða hennar er að ná fram markvissari kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli samninga.