Ferill 541. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1309  —  541. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Álfheiði Eymarsdóttur um hluti ríkisins í orku- og veitufyrirtækjum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hefur ráðherra eða ríkisstjórnin áform um að selja eitthvað af hlutum ríkisins í Landsvirkjun, Landsneti, Rarik eða öðrum orku- eða veitufyrirtækjum?

    Ekki eru uppi áform hjá fjármála- og efnahagsráðherra eða ríkisstjórninni um að selja hluti ríkisins í fyrrgreindum orku- eða veitufyrirtækjum á þessum tímapunkti. Þá er vert að benda á að ríkið á ekki beinan eignarhlut í Landsneti.