Ferill 617. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1312  —  617. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um fjölda rannsóknarlögreglumanna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu margir rannsóknarlögreglumenn störfuðu við hvert lögregluembætti 1. febrúar árin 2000–2018?

    Í ársskýrslum embættis ríkislögreglustjóra gefur að finna upplýsingar um fjölda lögreglumanna, þar á meðal um fjölda rannsóknarlögreglumanna, við hvert embætti 1. febrúar viðkomandi ár. Á vefsvæði embættisins ( www.logreglan.is/utgafa/arsskyrslur/) má nálgast skýrslur fyrir árin 2001–2016. Tölur fyrir árin 2000 og 2018 liggja ekki fyrir.
    Óbirtar bráðabirgðatölur fyrir árið 2017 eru eftirfarandi:

Lögregluumdæmi Fjöldi rannsóknarlögreglumanna
Lögreglan á Austurlandi 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 78
Lögreglan á Norðurlandi eystra 5
Lögreglan á Suðurlandi 4
Lögreglan á Suðurnesjum 16
Lögreglan á Vestfjörðum 1
Lögreglan á Vesturlandi 2
Alls 107