Ferill 598. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1347  —  598. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur um styrki til verkefna og rekstrar á málefnasviði ráðherra.


    Bent er á að svör við flestum spurningum koma með beinum hætti fram í úthlutunarreglum ráðuneytisins um verkefna- og rekstrarstyrki og því eru reglurnar hafðar með í fylgiskjölum.

     1.      Hvernig eru styrkir til verkefna á málefnasviði ráðherra auglýstir lausir til umsóknar?
    Í samræmi við 4. gr. reglna um úthlutun verkefnastyrkja á sviði umhverfis- og auðlindamála eru umsóknir um verkefnastyrki auglýstar á heimasíðu ráðuneytisins.

     2.      Hvernig eru umsóknar metnar, hverjir sjá um að meta þær, til hvaða þátta er horft við ákvörðun styrkveitingar og hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir?
    Í samræmi við 3. gr. reglna um úthlutun verkefnastyrkja á sviði umhverfis- og auðlindamála eru umsóknir um verkefnastyrki metnar af sérstökum starfshópi ráðuneytisins er metur styrkhæfi umsókna út frá upplýsingum sem ber að senda með umsóknum skv. 5. gr. og að teknu tilliti til tiltekinna sjónarmiða skv. 6. gr. fyrrnefndra reglna.

     3.      Hvernig velur ráðherra á milli verkefna sem uppfylla allar kröfur?
    Innsendar upplýsingar skv. 5. gr. úthlutunarreglna eru lagðar til grundvallar mati á umsóknum þar sem hverri umsókn er gefin einkunn á grundvelli sjónarmiða skv. 6. gr reglnanna og hæfileg fjárhæð styrkveitingar ákvörðuð. Þær umsóknir sem féllu best að kröfum samkvæmt úthlutunarreglum á hverjum tíma hlutu styrk.

     4.      Hversu margar umsóknir bárust, hversu margar umsóknir töldust uppfylla allar kröfur og hversu mörg verkefni hlutu styrk, ár hvert frá árinu 2012?
    Samkvæmt eftirfarandi töflu má sjá yfirlit yfir fjölda umsókna sem bárust vegna úthlutunar 2012–2018 og þær sem uppfylltu kröfur að teknu tilliti til þeirra sem ekki féllu að málefnasviði ráðuneytisins og þeirra sem var hafnað þar sem þær uppfylltu ekki kröfur. Þær umsóknir sem hlutu styrk eru þær sem falla að málefnasviðinu og eru metnar hæfastar á grundvelli stigagjafar. Þannig geta umsóknir mögulega ekki fengið styrk þó að þær uppfylli kröfur skv. 5. gr. úthlunarreglnanna þar sem aðrar eru metnar hæfari skv. 6. gr. reglnanna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     5.      Hver var heildarupphæð úthlutunar og hvar á landinu voru styrkhafar, ár hvert frá árinu 2012?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Ath. að þó að aðsetur styrkhafa sé á höfuðborgarsvæðinu getur ráðstöfun styrks fallið til á öðrum landsvæðum.

     6.      Veitir ráðuneytið rekstrarstyrki til félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðherra? Ef svo er, hvernig eru þeir ákvarðaðir, til hvaða þátta er horft við ákvörðun styrkveitingar, hvernig eru þeir þættir ákvarðaðir og hvar á landinu voru þau félagasamtök sem fengu styrki, ár hvert frá árinu 2012?
    Ráðuneytið veitir rekstrarstyrki til félagasamtaka á grundvelli reglna um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum. Eins og sjá má í meðfylgjandi reglum þurfa félagasamtök að uppfylla almenn skilyrði skv. 2. mgr. reglnanna og í 3. mgr. koma fram þeir þættir sem tekið er mið af þegar styrkfjárhæð er ákvörðuð.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Ath. að þó að aðsetur styrkhafa sé á höfuðborgarsvæðinu er í þó nokkrum tilfellum um að ræða félagasamtök sem starfa á landsvísu og því getur ráðstöfun styrks fallið til á öðrum landsvæðum.

Fylgiskjal I.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Fylgiskjal II.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.