Ferill 364. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1351  —  364. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.


     1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?
    Mörður Árnason, 6. mars 2012 – 15. október 2013, sat í starfshópi um myrkurgæði.
    Haraldur Einarsson, 10. júní 2014 – 27. mars 2015, sat í starfshópi um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði.
    Silja Dögg Gunnarsdóttir, 26. ágúst 2014 – 30. janúar 2015, formaður starfshóps um uppbyggingu til að efla atvinnusköpun í Skaftárhreppi.
    Vilhjálmur Árnason, 26. ágúst 2014 – 30. janúar 2015, sat í starfshópi um uppbyggingu til að efla atvinnusköpun í Skaftárhreppi.
    Líneik Anna Sævarsdóttir, 4. júní 2015 – 24. september 2015, formaður starfshóps um skoðun á sameiningu verkefna umhverfis- og auðlindaráðuneytis á sviði skógræktar.
    Vilhjálmur Árnason, 4. júní 2015 – 24. september 2015, sat í starfshópi um skoðun á sameiningu verkefna umhverfis- og auðlindaráðuneytis á sviði skógræktar.
    Líneik Anna Sævarsdóttir, 3. júlí 2015 – 22. mars 2016, formaður starfshóps um skoðun á samþættingu verkefna á sviði náttúruverndar og landgræðslu.
    Valgerður Gunnarsdóttir, 3. júlí 2015 – 22. mars 2016, sat í starfshópi um skoðun á samþættingu verkefna á sviði náttúruverndar og landgræðslu.
    Vilhjálmur Árnason, 31. ágúst 2017 – 9. febrúar 2018, sat í starfshópi um gerð lagafrumvarps um Þjóðgarðastofnun.
    Vilhjálmur Árnason, skipaður varamaður varaformanns í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tímabilið 29. október 2015 – 29. október 2019.
    Líneik Anna Sævarsdóttir, skipuð í nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 20. apríl 2018. Nefnd að störfum.
    Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, skipuð í nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 20. apríl 2018. Nefnd að störfum.
    Halldóra Mogensen, skipuð í nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 20. apríl 2018. Nefnd að störfum.
    Bergþór Ólason, skipaður í nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 20. apríl 2018. Nefnd að störfum.
    Ólafur Ísleifsson, skipaður í nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 20. apríl 2018. Nefnd að störfum.
    Hanna Katrín Friðriksson, skipuð í nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 20. apríl 2018. Nefnd að störfum.
    Steingrímur J. Sigfússon, skipaður í nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 20. apríl 2018. Nefnd að störfum.
    Vilhjálmur Árnason, skipaður í nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands 20. apríl 2018. Nefnd að störfum.
    Auk fyrrgreindra starfshópa og stjórna þá er rétt að benda á að Þingvallanefnd sem fer með yfirstjórn Þingvallaþjóðgarðs er kosin af Alþingi og því eru þingmenn sem þar hafa setið frá árinu 2006 ekki taldir með í svarinu.

     2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
    Ekki var greitt sérstaklega fyrir störf í þeim nefndum og starfshópum sem talin eru upp í svari við 1. lið. Í tilviki stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs er um launaða stjórn að ræða og hefur Vilhjálmur Árnason fengið greiddar þóknanaeiningar í formi launa sem varamaður varaformanns en laun hans voru 123.144 kr. á árinu 2016 og er þar meðtaldir stjórnarfundir á árinu 2015 og svo 316.120 kr. á árinu 2017. Í launum fyrir árið 2017 eru meðtalin laun vegna fjögurra stjórnarfunda árið 2017.

     3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
    Engar tímaskráningar liggja fyrir varðandi umfang vinnu þingmanna fyrir nefndir og starfshópa og því er ekki hægt að leggja mat á vinnuframlag þeirra. Í tilviki Vilhjálms Árnasonar sem stjórnarmanns í Vatnajökulsþjóðgarði þá liggja fyrir fundartímar stjórnar en ekki annar vinnutími, 8 klst. árið 2015, 29 klst. árið 2016 og 23 klst. árið 2017.

     4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
    Engir þingmenn hafa fengið greidd laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins.

     5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
    Þingmenn hafa ekki unnið ólaunaða vinnu við verkefni fyrir ráðuneytið. Varðandi þingmenn sem hafa unnið ólaunuð nefndarstörf fyrir ráðuneytið vísast til svars við 1. lið.

     6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
    Engar greiðslur hafa verið inntar af hendi til þingmanna sem verktaka á umræddu tímabili.

     7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
    Starfshópur um myrkurgæði skilaði skýrslu um myrkurgæði á Íslandi til umhverfis- og auðlindaráðherra.
    Starfshópur um endurskoðun laga og reglugerða með tilliti til myglusvepps í húsnæði skilaði skýrslu til umhverfis- og auðlindaráðherra.
    Starfshópur um uppbyggingu til að efla atvinnusköpun í Skaftárhreppi skilaði greinargerð um uppbyggingu Þekkingarseturs á Kirkjubæjarklaustri til umhverfis- og auðlindaráðherra.
    Starfshópur um skoðun á sameiningu verkefna umhverfis- og auðlindaráðuneytis á sviði skógræktar skilaði greinargerð um sameiningu verkefna til umhverfis- og auðlindaráðherra.
    Starfshópur um skoðun á samþættingu verkefna á sviði náttúruverndar og landgræðslu skilaði greinargerð/niðurstöðu um samþættingu eða sameiningu verkefna á sviði náttúruverndar og landgræðslu til umhverfis- og auðlindaráðherra.
    Starfshópur um gerð lagafrumvarps um Þjóðgarðastofnun skilaði tillögu að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun til umhverfis- og auðlindaráðherra.

     8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?
    Ráðuneytið hefur ekki sett sér sérstakar reglur varðandi setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins en ráðuneytið gætir þess að þó að kynjaskipting sé sem jöfnust.