Ferill 681. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Prentað upp.

Þingskjal 1360  —  681. mál.
Flutningsmaður.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um verðtryggð jafngreiðslulán.

Frá Ólafi Ísleifssyni og Helga Hrafni Gunnarssyni.


     1.      Hvaða aðferð við útreikning á greiðslum af verðtryggðum jafngreiðslulánum er beitt í fjármálastofnunum í ríkiseigu eins og Íbúðalánasjóði, Íslandsbanka og Landsbanka Íslands?
     2.      Hyggst ráðherra hafa forgöngu um að birtar verði opinberlega þær reikniaðferðir og formúlur sem lög heimila við útreikning á greiðslum af verðtryggðum jafngreiðslulánum?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fyrirspurnin byggist á fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar á þingskjali 761 á yfirstandandi löggjafarþingi. Í svari ráðherra var einungis að finna gögn um verðtryggð lán með jöfnum afborgunum en ekki verðtryggð jafngreiðslulán. Því er sama fyrirspurnin hér lögð fram með þeirri einu breytingu að sérstaklega og einungis er spurt um verðtryggð jafngreiðslulán.