Ferill 676. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Nr. 31/148.

Þingskjal 1362  —  676. mál.


Þingsályktun

um samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.


    Alþingi ályktar að ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu tveggja ritverka:
     a.      verks um Þingvelli í íslenskri myndlist,
     b.      nýs yfirlitsverks um sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar.
    Alþingi ályktar enn fremur að styðja útgáfuna fjárhagslega með árlegum fjárveitingum þar til verkefnunum er lokið, á grundvelli samnings sem gerður verði þar um milli forsætisnefndar fyrir hönd Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags og mennta- og menningarmálaráðuneytið staðfesti.

Samþykkt á Alþingi 17. júlí 2018.