Ferill 503. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1369  —  503. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur um opinber störf utan höfuðborgarsvæðisins.


     1.      Hversu mörg störf eru á vegum ráðuneytisins og stofnana þess utan höfuðborgarsvæðisins? Óskað er eftir sundurliðun eftir stofnunum og landshlutum.
    Alls eru 685 stöðugildi hjá stofnunum á málefnasviði ráðherra utan höfuðborgarsvæðisins. Flest eru þau á Suðurnesjum en þar eru stöðugildin 218. Fæst eru stöðugildin á Norðurlandi vestra eða 43. Meðfylgjandi tafla sýnir sundurliðun á stöðugildum eftir stofnunum og landshlutum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




     2.      Telur ráðherra að unnt sé að láta vinna fleiri störf á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess utan höfuðborgarsvæðisins?
    Árið 2015 var lögð fram aðgerðaáætlun fyrir Stjórnarráðið þar sem afmörkuð voru þau stjórnsýsluverkefni ráðuneyta og undirstofnana þeirra sem talið var ákjósanlegt að flutt yrðu til embætta sýslumanna. Innanríkisráðuneytið lagði til að flutt yrðu ýmis verkefni til sýslumanna, t.d. umsjón með reikningum vegna málskostnaðar sem greiðast úr ríkissjóði á grundvelli gjafsóknarleyfis sem var flutt til sýslumannsins á Vesturlandi. Það er mat dómsmálaráðherra að stofnanir hins opinbera eigi stöðugt að leita leiða til að hagræða og flutningur nauðsynlegra verkefna, t.d. til sýslumanna um land allt, sé vel til þess fallinn.

     3.      Hyggst ráðherra færa störf út á land á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess, sbr. markmið byggðaáætlunar og áform ríkisstjórnarinnar í samstarfssáttmála um að stefna skuli að því að auglýsa störf án staðsetningar?
    Möguleikinn á flutningi verkefna á vegum ráðuneytisins eða stofnana þess út á land er í stöðugri skoðun í dómsmálaráðuneytinu.