Ferill 359. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1372  —  359. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.


     1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?
    Frá árinu 2006 hafa þrjú ráðuneyti verið starfandi á núverandi málefnasviði dómsmálaráðherra. Frá 2006–2011 starfaði dómsmálaráðuneytið, frá 2011–2017 innanríkisráðuneytið og frá 1. maí 2017 núverandi dómsmálaráðuneyti. Upplýsingarnar fyrir innanríkisráðuneytið eru birtar með þeim fyrirvara að ekki er til heildstætt gagnasafn með þessum upplýsingum. Ekki er haldið utan um vinnuframlag þingmanna líkt og gert er þegar um verktakavinnu er að ræða. Enginn þingmaður hefur þegið verktakagreiðslur á þessum tíma frá ráðuneytinu eða greiðslur fyrir önnur störf en nefndarvinnu.
    Hér að neðan eru birtar upplýsingar fyrir hvert ráðuneyti um sig samkvæmt þeim gögnum sem til eru:
     a.      Dómsmálaráðuneytið skipaði engan þingmann í nefndir, ráð, framkvæmdahóp eða í annan hóp frá stofnun þess 1. maí 2017 til 31. desember 2017.
     b.      Í töflu hér að neðan má sjá yfirlit um þingmenn sem sátu í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum innanríkisráðuneytisins ár hvert, og sömuleiðis yfirlit um heiti nefndar, heildarlaun á tíma ráðuneytisins, afurð og vinnuframlag.

Þingmaður Nefnd Laun Afurð
Ásmundur Friðriksson Formaður samgönguráðs 352.225 kr. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun
Björn Valur Gíslason Formaður siglingaráðs 257.553 kr. Samráðsvettvangur
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Fjarskiptasjóður 309.416 kr. Sjá lög um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005
Haraldur Benediktsson Fjarskiptasjóður 1.266.738 kr. Sjá lög um fjarskiptasjóð, nr. 132/2005
Brynjar Níelsson Nefnd sem hefur það hlutverk að gera úttekt á umfangi ólöglegs niðurhals, á netinu, á höfundaréttarvörðu efni hér á landi og hvort íslensk lagaumgjörð veiti slíku efni nægjanlega vernd Ólaunað Formaður nefndar lagði fram drög að skýrslu nefndar, en ekki náðist sátt nefndarmanna um skýrsluna
Jóhanna María Sigmundsdóttir Nefnd um gerð tillagna til ráðherra um ráðstöfun sérstakrar fjárveitingar til að efla almenna löggæslu í landinu Ólaunað Skýrsla
Helgi Hrafn Gunnarsson Nefnd um gerð tillagna til ráðherra um ráðstöfun sérstakrar fjárveitingar til að efla almenna löggæslu í landinu Ólaunað Skýrsla
Vilhjálmur Árnason Nefnd um gerð tillagna til ráðherra um ráðstöfun sérstakrar fjárveitingar til að efla almenna löggæslu í landinu Ólaunað Skýrsla
Vilhjálmur Árnason Starfshópur um endurskoðun innihalds lögreglunáms Ólaunað Skýrsla
Silja Dögg Gunnarsdóttir Starfshópur um endurskoðun innihalds lögreglunáms Ólaunað Skýrsla
Haraldur Benediktsson Starfshópur sem hefur það hlutverk að fara yfir stöðu breiðbandsvæðingar hér á landi Ólaunað Skýrsla
Páll Jóhann Pálsson Starfshópur sem hefur það hlutverk að fara yfir stöðu breiðbandsvæðingar hér á landi Ólaunað Skýrsla
Valgerður Gunnarsdóttir Starfshópur um gjaldtöku í innanlandsflugi Ólaunað Skýrsla
Steingrímur J. Sigfússon Starfshópur um gjaldtöku í innanlandsflugi Ólaunað Skýrsla
Brynhildur Pétursdóttir Stýrihópur sem hefur það hlutverk að vinna neytendaáætlun til fjögurra ára Ólaunað Þingsályktun
Willum Þór Þórsson Stýrihópur sem hefur það hlutverk að vinna neytendaáætlun til fjögurra ára Ólaunað Þingsályktun
Oddný G. Harðardóttir Stýrihópur sem hefur það hlutverk að vinna neytendaáætlun til fjögurra ára Ólaunað Þingsályktun
Jón Þór Ólafsson Stýrihópur sem hefur það hlutverk að vinna neytendaáætlun til fjögurra ára Ólaunað Þingsályktun
Elín Hirst Stýrihópur sem hefur það hlutverk að vinna neytendaáætlun til fjögurra ára Ólaunað Þingsályktun
Bjarkey Gunnarsdóttir Stýrihópur sem hefur það hlutverk að vinna neytendaáætlun til fjögurra ára Ólaunað Þingsályktun
Unnur Brá Konráðsdóttir Stýrihópur um nýja framtíðarsýn í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar Ólaunað Skýrsla
Unnur Brá Konráðsdóttir Þingmannanefnd um málefni útlendinga Ólaunað Frumvarp til laga um útlendinga
Óttarr Proppé Þingmannanefnd um málefni útlendinga Ólaunað Frumvarp til laga um útlendinga
Birgitta Jónsdóttir Þingmannanefnd um málefni útlendinga Ólaunað Frumvarp til laga um útlendinga
Líneik Anna Sævarsdóttir Þingmannanefnd um málefni útlendinga Ólaunað Frumvarp til laga um útlendinga
Össur Skarphéðinsson Þingmannanefnd um málefni útlendinga Ólaunað Frumvarp til laga um útlendinga
Svandís Svavarsdóttir Þingmannanefnd um málefni útlendinga Ólaunað Frumvarp til laga um útlendinga

     c.      Ráðuneytið óskaði eftir gögnum úr launabókhaldi frá Fjársýslu ríkisins en þar kom fram að dómsmálaráðuneytið greiddi þingmönnum ekki fyrir störf á vegum ráðuneytisins á tímabilinu 2006–2011. Þá var ekki haldið utan um ólaunaða setu þingmanna í nefndum, ráðum og framkvæmdahópum árin 2006–2011.

     2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
    Vísað er til töflu í svari við 1. tölul. fyrirspurnarinnar en þar eru tilgreind greidd laun í hverju ráðuneyti.

     3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
    Sjá svar að ofan.

     4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
    Ráðuneytið leitaði til Fjársýslu ríkisins og bað um gögn um þingmenn sem hafa fengið greiðslur frá þeim þremur ráðuneytum sem um er að ræða. Samkvæmt þeim upplýsingum voru engar greiðslur inntar af hendi til sitjandi þingmanna fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins á þessum árum.

     5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
    Sjá svar að ofan.

     6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
    Ráðuneytið leitaði til Fjársýslu ríkisins og bað um gögn um þingmenn sem hafa fengið greiðslur frá þeim þremur ráðuneytum sem um er að ræða. Samkvæmt þeim upplýsingum voru engar greiðslur inntar af hendi til sitjandi þingmanna fyrir verktakavinnu á vegum ráðuneytisins á þessum árum.

     7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
    Sjá svar að ofan.

     8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?
    Ráðuneytið hefur ekki sett sér reglur um setu þingmanna í nefndum á vegum þess.