Ferill 650. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1383  —  650. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Karli Gauta Hjaltasyni um fiskeldisfyrirtæki.


     1.      Hversu háar fjárhæðir greiddu fiskeldisfyrirtæki árlega 2008–2017 fyrir mat á umhverfisáhrifum? Hvernig skiptast þessar greiðslur milli einstakra fyrirtækja?
    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um ofangreint frá Landssambandi fiskeldisstöðva og einnig frá fiskeldisfyrirtækjum sem standa utan landssambandsins. Í svari Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. og Háafells ehf. segir að árleg útgjöld sem rekja megi til vinnu við umhverfismat séu eins og hér segir:

Ár 2010 2011 2012 2013
Upphæð 5.045.480 5.605.000 11.424.500
6.000.170
Ár 2014 2015 2016 2017
Upphæð 20.412.961 15.733.319 26.184.183 23.210.287
Samtals 113.615.900

    Í svari Matorku ehf. segir að árleg útgjöld sem rekja megi til vinnu við umhverfismat séu eftirfarandi:

Ár Upphæð
2017 5.171.142
2018 4.680.689
Samtals 10.179.037

    Í svari Landssambands fiskeldisstöðva segir að landssambandið hafi haft samband við aðildarfélög sín og beint fyrirspurninni til þeirra. Allnokkur félög hafi svarað og sagt að framkvæmdir á þeirra vegum hafi ekki verið undirorpnar umhverfismati. Þrjú félög, öll í sjókvíaeldi, hafi veitt svör um kostnað vegna aðkeyptrar vinnu við umhverfismat. Alls næmi kostnaður þeirra 306.538.000 kr. Landssambandið tók eftirfarandi atriði fram til viðbótar:
     a.      Einvörðungu er um að ræða kostnað vegna aðkeyptrar ráðgjafarþjónustu.
     b.      Mikill kostnaður er vegna vinnu starfsmanna fiskeldisfyrirtækjanna við undirbúning umhverfismats. Hann er þó ekki aðgreindur svo í bókhaldi að auðvelt sé að sjá hver kostnaður vegna þessa er, en ljóst að hann er mjög umtalsverður.
     c.      Misjafnt er hvað kostnaðurinn, sem að baki tölunum er, fellur á mörg ár og nær hann í fæstum tilvikum til árabils sem hefst árið 2008. Kostnaður vegna umhverfismatsins nær almennt yfir skemmri tíma en þau 10 ár sem spurt er um.
     d.      Allar tölur eru á verðlagi hvers árs, en eru ekki uppfærðar til núvirðis.


     2.      Hversu háar fjárhæðir greiddu fiskeldisfyrirtæki árlega á fyrrgreindu tímabili í Umhverfissjóð sjókvíaeldis? Hvernig skiptast þessar greiðslur milli einstakra fyrirtækja?
    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um ofangreint frá Matvælastofnun. Svar Matvælastofnunar er eftirfarandi:

Fyrirtæki 2014 2015 2016 2017
Arctic Oddi ehf. 505.218 873.648 391.968 358.128
Arctic Sea Farm hf. 3.283.921 6.115.536 5.487.552 5.013.792
Arctic Smolt hf. 252.609 436.824
Arnarlax ehf. 3.789.141 7.426.008 19.598.400 17.906.400
Ba-337 ehf. 252.609
Fiskeldi Austfjarða hf. 13.893.517 24.025.320 21.558.240 19.697.040
Fjarðalax hf. 2.399.790 10.697.820 9.599.296 8.770.555
Gísli Jón Kristjánsson 252.609 436.824
Glaður ehf. 252.609 436.824
Háafell ehf. 252.609
Hábrún ehf. 391.968 358.128
Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. 3.536.530 4.368.240 3.919.680 3.581.280
Ís 47 ehf. 391.968 358.128
Jens Hrómundur Valdimarsson 252.609
Laxar Fiskeldi ehf. 7.578.282 13.104.720 11.759.040 10.743.840
Rifós hf. 1.263.047 2.184.120 1.959.840 1.790.640
Sjávareldi ehf. 505.218 436.824 391.968 358.128
Víkingur Gunnarsson 252.609
Þorskeldi ehf. 755.703 1.308.288 1.173.944 1.072.593
Samtals 39.278.630 71.850.966 76.623.864 70.008.652

     3.      Hversu mörg ný rekstrarleyfi voru gefin út hvert þessara ára til fiskeldis?
    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um ofangreint frá Matvælastofnun og Fiskistofu. Svör frá þeim voru sem hér segir:

Ár 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Leyfi 1 6 6 13 16 5 4 0 4 4

     4.      Hversu háar fjárhæðir greiddu fiskeldisfyrirtæki á ári hverju fyrir rekstrarleyfi? Hvernig skiptast þessar greiðslur milli einstakra fyrirtækja?
    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um ofangreint frá Matvælastofnun og Fiskistofu. Rétt þykir að nefna hér að útgáfa rekstrarleyfa færðist frá Fiskistofu til Matvælastofnunar í ársbyrjun 2015 og fyrir þann tíma var ekki gjaldtaka hjá Fiskistofu fyrir útgáfu rekstrarleyfa.
    Í svari Matvælastofnunar kemur fram að greiðslur einstakra fyrirtækja vegna rekstrarleyfisútgáfu Matvælastofnunar til einstakra fyrirtækja hafi verið eftirfarandi:

Fyrirtæki 2015 2016 2017
Arctic Sea Farm hf. 333.920 667.840
Arctic Smolt hf. 192.004
Arnarlax ehf. 333.920
Dal-Björg ehf. 150.264
Eldisstöðin Ísþór hf. 192.004
Fiskeldi Austfjarða hf. 584.360 1.001.760
Fjarðalax hf. 333.920
Háafell ehf. 333.920 192.004
Ís 47 ehf. 333.920
Laxar Fiskeldi ehf. 192.004 667.840
Matís ohf. 150.264
Matorka ehf. 384.008
Samherji fiskeldi ehf. 534.272
Sæbýli ehf. 192.004
Tungulax ehf. 192.004
Veiðifélag Ytri-Rangár 192.004
Öggur ehf. 150.264
Samtals 1.778.124 1.435.856 4.090.520

     5.      Hversu mörg ný starfsleyfi voru gefin út hvert þessara ára til fiskeldis?
    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um ofangreint frá Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum. Upplýsingarnar er að finna í fylgiskjali I með svari þessu.
    Ekki bárust svör frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlandssvæðis eystra, Suðurlandssvæðis og Suðurnesjasvæðis.

     6.      Hversu háar fjárhæðir greiddu fiskeldisfyrirtæki árlega fyrir starfsleyfi? Hvernig skiptast þessar greiðslur milli einstakra fyrirtækja?
    Ráðuneytið óskaði eftir upplýsingum um ofangreint frá Umhverfisstofnun og heilbrigðisnefndum. Í svari Umhverfisstofnunar koma fram greiðslur einstakra fyrirtækja vegna starfsleyfisútgáfu Umhverfisstofnunar til einstakra fyrirtækja, en upplýsingar um greiðslurnar er að finna í fylgiskjali II með svari þessu.
    Í svari sínu tekur Umhverfisstofnun fram að starfsleyfistekjur geti komið bæði árið áður og árið eftir útgáfu starfsleyfa. Þannig geti tekjur fyrir starfsleyfi útgefin á árinu 2017 komið á árinu 2018.
    Í svari Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að greiðslur fyrirtækja vegna starfsleyfa hafi verið eftirfarandi:

Fyrirtæki 2008 2009 2014
Arctic Tilapia ehf. 19.432
Stofnfiskur hf. 15.901
Robwolf fishing ehf. 23.750

    Í svari Heilbrigðiseftirlits Vesturlands kemur fram að greiðslur fyrirtækja vegna starfsleyfa hafi verið eftirfarandi:

Fyrirtæki 2011
Laxeyri ehf. 9.485


    Í svari Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis kemur fram að greiðslur vegna starfsleyfa hafi verið eftirfarandi:

Fyrirtæki 2008
EJ Nordic ehf. 43.550

    Í svari Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að greiðslur vegna starfsleyfa hafi verið eftirfarandi:

Fyrirtæki 2010 2012
Bleikjueldisstöðin Viðvík ehf. 40.000
Fiskeldisstöðin Öggur ehf. 40.000

    Í svari Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis kemur fram að ekkert starfsleyfi hafi verið gefið út á árunum 2008–2017 og því hafi engar greiðslur verið vegna starfsleyfa.
    Í svari Heilbrigðiseftirlits Austurlands kemur fram að greiðslur vegna starfsleyfa hafi verið eftirfarandi:

Fyrirtæki 2008 2009 2010 2012 2014
Brimberg ehf. 12.000
Hafskel ehf. 24.000
Jöklableikja ehf. 7.900
Magnús Scheving Thorsteinsson 13.800
Náttúra fiskirækt ehf. 13.800
Pólstjarnan ehf. 13.800
Skeljaberg ehf. 12.000
Stöðvardalur 12.000
Tó hf. 12.000
Vopnfiskur ehf. 7.900

    Í svari Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða kemur fram að greiðslur vegna starfsleyfa hafi verið eftirfarandi:

Fyrirtæki 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014
Anna Eyvör Ragnarsdóttir 8.360 15.102
Arctic Fish ehf. 16.720 13.740 30.204
Arctic Oddi ehf. 16.720 19.362 45.306
Arnarlax 9.160 15.102
Arnór Björnsson 7.600 8.360 15.102
Álfsfell ehf. 8.360 8.360 45.306
BA-337 ehf. 7.600 8.360 15.102
Bæjarvík ehf. 15.200 30.204
Dýrfiskur ehf. 15.200 16.720 50.380 29.043 105.714
E. Ólafsson ehf. 8.360 15.102
Einherji ehf. 7.600 15.102
Eldisvörr ehf. 7.600 15.102
Eyraroddi ehf. 7.600 15.102
Eyþór Ólafsson 8.360 15.102
Fjarðalax 7.600 15.102
Fjarðareldi ehf. 27.480 9.681 30.204
Gísli Jón Kristjánsson 8.360
Glaður ehf. 7.600 15.102
Guðjón Indriðason 15.102
Gyða – áhugamannafélag 7.600 8.360 15.102
Háafell ehf. 8.360 9.681 15.102
Hólmadrangur ehf. 15.102
Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. 25.080 29.043 45.306
Höskuldur Steinarsson 7.600 15.102
ÍS 47 ehf. 14.521 15.102
Jens Daníel Hólm 15.102
Jens H. Valdimarsson 8.360 8.360 9.160 9.681 15.102
Jónatan Þórðarson 7.600 8.360 30.204
Jón Örn Pálsson 15.102
Líf ehf. 8.360 15.102
Matís ohf. 13.740 9.681 15.102
Milliveggir ehf. 7.600
Nýskel 22.800 25.080 45.306
Oddi hf. 15.102
Ólafur Björn Halldórsson 15.102
Sigurvin Hreiðarsson 15.102
Sjávareldi ehf. 16.720 9.681 30.204
Sjávargæði ehf. 7.600 8.360 15.102
Tungusilungur ehf. 7.600 15.102
Valdimar Gunnarsson 8.360 8.360 15.102
Vesturkaup ehf. 7.600
Víkingur Gunnarsson 8.360 8.360 9.681 15.102
Þóroddur 7.600 30.204
Þórsberg ehf. 15.102
Samtals 38.000 129.200 72.240 200.640 123.660 150.055 921.222

    Ekki bárust svör frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlandssvæðis eystra, Suðurlandssvæðis og Suðurnesjasvæðis.


Fylgiskjal I.


Stofnun 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Umhverfisstofnun 4 5 1 2 4 2 5
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur 1 1 1
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands 1
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis 1
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra 1 1
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis
Heilbrigðiseftirlit Austurlands 2 4 2 1 2
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 5 17 9 24 10 15 61


Fylgiskjal II.


Fyrirtæki 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
Arctic Sea Farm hf. 285.000 133.000 487.000 324.800 532.510 1.065.000
Arnarlax ehf. 517.000 861.426
Fiskeldið Haukamýri ehf. 237.500
Fjarðalax ehf. 63.000
Háafell ehf. 246.000
Hábrún ehf. 246.000
HB Grandi 416.000
Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal 222.000
Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf. 466.000
Ís 47 ehf. 213.528 604.800
Íslensk matorka ehf. 466.000
Ísþór ehf. 120.000 120.000
Klausturbleikja ehf. 100.000
Laxar Fiskeldi ehf. 380.000 298.800 1.594.800
Matorka ehf. 209.000
Náttúra fiskirækt ehf. 311.600
Rifós hf. 92.000
Samherji fiskeldi ehf. 416.000 204.000 68.000 130.000 863.200
Stolt Sea Farm Holdings Iceland ehf. 174.000
Stofnfiskur hf. 738.000 1.148.400
Samtals 92.000 832.000 1.206.000 750.100 1.961.528 1.696.600 2.898.736 4.917.400