Ferill 360. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 1390  —  360. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um störf þingmanna á vegum framkvæmdarvaldsins.


     1.      Hvaða þingmenn hafa setið í nefndum, ráðum, framkvæmdahópum eða öðrum hópum á vegum ráðuneytisins ár hvert frá árinu 2006?

Nefnd og þingmenn Launað Afurð Tímabil
Verkefnastjórn um heilsufar kvenna
Jónína Bjartmarz Nei Skilaði áliti til ráðherra 2001–2008
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Nei Skilaði áliti til ráðherra 2001–2008
Úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir
Guðrún Ögmundsdóttir Úrskurðir 2007–2021
Nefnd til þess að gera tillögur um verksvið Landspítala – háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri
Jónína Bjartmarz Nei Skýrsla til ráðherra 2003–2009
Nefnd um tilflutning á verkefnum á sviði heilbrigðismála frá ríki til sveitarfélaga
Sæunn Stefánsdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2003–2009
Nefnd til þess að gera tillögur til ráðherra um hvernig endurskilgreina megi verksvið Landspítala – háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna
Drífa Hjartardóttir Nei Skýrsla 2003–2006
Margrét Frímannsdóttir Nei Skýrsla 2003–2006
Nefnd til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990
Ásta Möller Nei Liggur ekki fyrir 2003–2007
Jónína Bjartmarz Nei Liggur ekki fyrir 2003–2007
Margrét Frímannsdóttir Nei Liggur ekki fyrir 2003–2007
Samráðsnefnd til að semja drög að lyfjastefnu og nýjum lyfjalögum
Ásta Möller Nei Skýrsla 2004–2007
Sæunn Stefánsdóttir Nei Skýrsla 2004–2007
Nefnd um heildarendurskoðun laga um málefni aldraðra
Jón Kristjánsson Skilaði áliti til ráðherra 2007
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra skv. 4. gr. laga nr. 125/1999, um málefni aldraðra
Ágúst Ólafur Ágústsson Nei Skilaði áliti til ráðherra 2008–2009
Ásta Möller Nei Skilaði áliti til ráðherra 2007–2009
Stjórn Tryggingastofnunar ríkisins, skv. 3. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007
Kristinn H. Gunnarsson Nei Minnisblað til ráðherra 2007
Karl V. Matthíasson Nei Minnisblað til ráðherra 2007
Nefnd um fasteignir, nýbyggingar og aðstöðu heilbrigðisstofnana
Árni Þór Sigurðsson Nei Greinargerð til ráðherra 2007–2009
Nefnd til að gera tillögur að réttlátari, einfaldari og gagnsærri þátttöku einstaklinga í kostnaði vegna lyfja og annarrar heilbrigðisþjónustu með það að leiðarljósi að verja einstaklinga gegn of háum kostnaði
Pétur H. Blöndal Nei Skýrsla til ráðherra 2007–2009
Ásta R. Jóhannesdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2007–2009
Árni Páll Árnason Nei Skýrsla til ráðherra 2007–2009
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2007–2009
Kristinn H. Gunnarsson Nei Skýrsla til ráðherra 2007–2009
Ögmundur Jónasson Nei Skýrsla til ráðherra 2007–2009
Þuríður Backman Nei Skýrsla til ráðherra 2007–2009
Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöður forstjóra heilbrigðisstofnana skv. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu
Guðfinna S. Bjarnadóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2008–2012
Starfsmenntaráð
Þórunn Sveinbjarnardóttir Nei Liggur ekki fyrir 2008–2010
Samráðsnefnd um Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
Helgi Hjörvar Nei Liggur ekki fyrir 2009–
Þverpólitískur samráðshópur um framkvæmd laga nr. 107/2009
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Nei Liggur ekki fyrir 2010
Unnur Brá Konráðsdóttir Nei Liggur ekki fyrir 2010
Guðmundur Steingrímsson Nei Liggur ekki fyrir 2010
Lilja Mósesdóttir Nei Liggur ekki fyrir 2010
Þráinn Bertelsson Nei Liggur ekki fyrir 2010
Samráðshópur um húsnæðisstefnu
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2010–2011
Eygló Harðardóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2010–2011
Samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks
Jónína Rós Guðmundsdóttir Nei Liggur ekki fyrir 2010–2013
Starfshópur um endurskoðun almannatryggingalaga
Helgi Hjörvar Nei Skilaði tillögum til ráðherra 2011–2013
Jónína Rós Guðmundsdóttir Nei Skilaði tillögum til ráðherra 2011–2013
Pétur H. Blöndal Nei Skilaði tillögum til ráðherra 2011–2013
Guðmundur Steingrímsson Nei Skilaði tillögum til ráðherra 2011–2012
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Nei Skilaði tillögum til ráðherra 2011–2012
Oddný G. Harðardóttir Nei Skilaði tillögum til ráðherra 2011–2012
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Nei Skilaði tillögum til ráðherra 2011
Verkefnisstjórn um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA)
Guðmundur Steingrímsson Nei Skilaði skilagrein til ráðherra 2011–2013
Vinnuhópur um húsnæðisbætur
Lúðvík Geirsson Nei Skýrsla til ráðherra 2011–2012
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2011
Vinnuhópur um framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Nei Engin afurð 2011–2012
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Nei Engin afurð 2011–2012
Samráðshópur ríkis og sveitarfélaga um innleiðingu húsnæðisbótakerfis
Lúðvík Geirsson Nei Minnisblað til ráðherra 2012–2013
Nefnd til að kanna hvort hægt sé að fella læknis-, lyfja-, rannsóknar-, sjúkraþjálfunar- og annan heilbrigðiskostnað undir eitt niðurgreiðslu- og afsláttarfyrirkomulag
Katrín Júlíusdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2015
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2015
Pétur H. Blöndal Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2015
Verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála
Guðlaugur Þór Þórðarson Nei Skýrsla 2013–2014
Elsa Lára Arnardóttir Nei Skýrsla 2013–2014
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Nei Skýrsla 2013–2014
Ásmundur Friðriksson Nei Skýrsla 2013
Samvinnuhópur um framtíðarskipan húsnæðismála
Guðbjartur Hannesson Nei Skýrsla 2013–2014
Elín Hirst Nei Skýrsla 2013–2014
Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga
Þorsteinn Sæmundsson Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Þórunn Egilsdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Vilhjálmur Bjarnason Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Páll Valur Björnsson Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Helgi Hjörvar Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Sigrún Magnúsdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Elín Hirst Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Björt Ólafsdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Steinunn Þóra Árnadóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2016
Pétur H. Blöndal Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2015
Svandís Svavarsdóttir Nei Skýrsla til ráðherra 2013–2015
Starfshópur um endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
Willum Þór Þórsson Nei Tvenn drög að lagafrumvörpum 2014–2016
Nefnd um málefni hinsegin fólks
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Nei Liggur ekki fyrir 2010
Vinnuhópur um innleiðingu á tillögum um þjónustustýringu á landsbyggðinni sem er hluti verkefnisins „Þjónustustýring – innleiðing á landsvísu“
Guðjón Brjánsson Nei Liggur ekki fyrir 2014
Starfshópur um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild
Helgi Hrafn Gunnarsson Nei Skýrsla til ráðherra 2014–2016
Starfshópur um fjölgun líffæragjafa
Silja Dögg Gunnarsdóttir Nei Tillögur til ráðherra 2014–2015
Páll Valur Björnsson Nei Tillögur til ráðherra
Nefnd til að vinna að umbótum í lyfjamálum
Brynjar Níelsson Nei Drög að frumvarpi til nýrra lyfjalaga 2015–2016
Nefnd um mótun tillögu að vinnuverndarstefnu og skipulagi vinnuverndarmála hér á landi
Steinunn Þóra Árnadóttir Nei Nefndin er að enn að störfum 2016
Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra
Vigdís Hauksdóttir Nei Skilar árlega tillögum til ráðherra um framlög úr framkvæmdasjóði 2014–2016
Guðlaugur Þór Þórðarson Nei Skilar árlega tillögum til ráðherra um framlög úr framkvæmdasjóði 2014–2016
Stjórn Íbúðalánasjóðs
Dagný Jónsdóttir Nei Stjórnarseta 2007–2011
Jóhann Ársælsson Nei Stjórnarseta 2007–2011
Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra
Birkir J. Jónsson Nei Stjórnarnefnd 2003–2007
Stjórn Tryggingasjóðs
Birkir J. Jónsson Nei Stjórnarseta 2003–2007
Verkefnisstjórn vegna flutnings málefna aldraðra og almannatrygginga frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytisins 1. janúar 2008
Ragnheiður Elín Árnadóttir Nei Tillögur til ráðherra 2007–2008
Nefnd um endurskoðun efnis laga nr. 96/2000, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
Bjarni Benediktsson Nei Lagafrumvarp 2006
Ásta Möller Nei Lagafrumvarp 2006
Mörður Árnason Nei Lagafrumvarp 2006
Starfshópur til að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar sem fyrirhugaðar eru vorið 2007
Valdimar Leó Friðriksson Nei Skýrsla 2006–2007
Dagný Jónsdóttir Nei Skýrsla 2006–2007
Pétur H. Blöndal Nei Skýrsla 2006–2007
Katrín Júlíusdóttir Nei Skýrsla 2006–2007
Starfshópur um efni tilskipana Evrópusambandsins um bann við mismunun með hliðsjón af aðstæðum á íslenskum vinnumarkaði
Helgi Hjörvar Nei Tillögur til ráðherra 2007
Birgir Ármannsson Nei Tillögur til ráðherra 2007
Verkefnisstjórn vegna framkvæmdaáætlunar yfir þjónustu við geðfatlað fólk
Dagný Jónsdóttir Tillögur til ráðherra 2005–2007
Sæunn Stefánsdóttir Nei Tillögur til ráðherra 2006–2007
Framkvæmdastjórn með stjórn Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Nei Skýrsla 2008–2009
Stjórnarnefnd málefna fatlaðra
Gunnar Svavarsson Greinargerð til ráðherra 2007–2011
Nefnd til að móta tillögur að lausnum á þeim húsnæðisvanda sem skapast hefur meðal annars vegna hækkunar fasteignaverðs og húsaleigu á síðastliðnum árum
Árni Páll Árnason Nei Tillögur til ráðherra 2007–2008
Nefnd um húsnæðismál
Árni Páll Árnason Nei Tillögur til ráðherra 2008
Nefnd um stöðu einstæðra og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra
Ágúst Ólafur Ágústsson Nei Tillögur til ráðherra 2007–2008
Starfshópur um aðgerðaáætlun til að sporna gegn fátækt og treysta öryggisnet velferðarkerfisins
Þórunn Sveinbjarnardóttir Nei Drög að aðgerðaáætlun 2008
Nefnd um hvort lög og reglugerðir uppfylli kröfur sem lagðar eru á þau ríki sem fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fötlun sem undirritaður var af hálfu Íslands 30. mars 2008
Helgi Hjörvar Nei Tillögur til ráðherra 2008
Nefnd um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði þjónustu við aldraða
Ellert B. Schram Nei Tillögur til verkefnisstjórnar 2008
Flóttamannanefnd
Guðrún Ögmundsdóttir Undirbúningur móttöku flóttamanna og dvalarleyfi af mannúðarástæðum 2007–2009


     2.      Hverjar þessara nefnda voru launaðar og hver voru árleg laun hvers þingmanns?
    Leitað var til Fjársýslu ríkisins eftir upplýsingum um greiðslur til starfandi þingmanna. Vísað er til töflu í svari við 1. tölul. en samkvæmt þeim upplýsingum voru greiðslur til þingmanna eftirfarandi:
    Guðrún Ögmundsdóttir sat í úrskurðarnefnd um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Árið 2007 fékk hún greiddar 543.000 kr. fyrir setu sína í þeirri nefnd. Um er að ræða nefnd sem úrskurðar á grundvelli laga nr. 25/1975. Guðrún hefur setið í þeirri nefnd til fjölda ára og situr þar enn, en nú stendur yfir endurskoðun á lögunum.
    Guðrún Ögmundsdóttir sat í flóttamannanefnd 2007–2009 og fékk greiddar 246.402 kr. árið 2007 fyrir setu sína í þeirri nefnd, en ekki var greitt fyrir önnur ár.
    Jón Kristjánsson sat í nefnd um heildarendurskoðun laga um málefni aldraðra árið 2007 og fékk greiddar 133.470 kr. fyrir setu sína í þeirri nefnd.
    Dagný Jónsdóttir sat í nefnd um verkefnisstjórn vegna framkvæmdaáætlunar yfir þjónustu við geðfatlað fólk 2005–2007 og fékk ekki greitt fyrir setu árin 2005 og 2006 en 323.075 kr. fyrir setu árið 2007.
    Gunnar Svavarsson sat í stjórnarnefnd málefna fatlaðra 2007–2011. Árið 2007 fékk hann greiddar 136.890 kr., árið 2008 fékk hann greiddar 350.604 kr. og árið 2009 fékk hann greiddar 210.924 kr. Hætt var að greiða fyrir setu í nefndinni haustið 2009.

     3.      Hvað má ætla að þingmenn hafi lagt mikla vinnu í tímum talið í störf fyrir nefndina ár hvert?
    Tímaskráningar eru ekki fyrirliggjandi varðandi umfang og vinnu þingmanna sem komið hafa að nefndarstarfi og vinnuhópum, og því er ekki unnt að leggja mat á vinnuframlag þeirra.

     4.      Hafa þingmenn fengið laun fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins? Ef svo er, fyrir hvað og hvenær?
    Leitað var til Fjársýslu ríkisins eftir upplýsingum um greiðslur til starfandi þingmanna, sbr. svar við 2. tölul. Samkvæmt þeim upplýsingum voru engar greiðslur til sitjandi þingmanna fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins á þessum árum.

     5.      Hafa þingmenn unnið ólaunaða vinnu við verkefni eða nefndastörf á vegum ráðuneytisins frá árinu 2006, og ef svo er, hvaða?
    Vísað er til töflu í svari við 1. tölul. fyrirspurnar þessarar.

     6.      Hafa þingmenn fengið laun sem verktakar frá ráðuneytinu frá árinu 2006 og ef svo er, fyrir hvaða verkefni og hver var fjárhæð umbunar fyrir það?
    Leitað var til Fjársýslu ríkisins eftir upplýsingum um greiðslur til starfandi þingmanna, sbr. svar við 2. tölul. Samkvæmt þeim upplýsingum voru engar greiðslur til sitjandi þingmanna fyrir aðra vinnu á vegum ráðuneytisins á þessum árum.

     7.      Hvaða „afurð“ skilaði hver nefnd sem þingmaður átti sæti í af sér í lok starfstíma nefndarinnar og hvert var henni skilað?
    Vísað er til töflu í svari við 1. tölul. fyrirspurnar þessarar.

     8.      Hvaða reglur hefur ráðuneytið sett um setu þingmanna í nefndum á vegum ráðuneytisins?
    Ráðuneytið hefur ekki sett sérstakar reglur um setu þingmanna í nefndum á vegum þess en minna má á að við skipun þess í nefndir er ávallt horft til 15. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, um setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.