Ferill 59. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 59  —  59. mál.
Fyrirspurn


til forseta Alþingis um kostnað við farsíma og nettengingar.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver er heildar- og meðalkostnaður Alþingis vegna farsíma þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis undanfarin fimm ár? Svarið óskast sundurliðað eftir fyrrgreindum þremur hópum, árum og þjónustuaðilum.
     2.      Hver er heildar- og meðalkostnaður Alþingis vegna nettengingar á heimili þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis undanfarin fimm ár? Svarið óskast sundurliðað eftir fyrrgreindum þremur hópum, árum og þjónustuaðilum. Einnig komi fram sundurliðun á kostnaði við nettengingu og gjaldi vegna aðgangs að fjarskiptakerfi.
     3.      Hver tekur ákvörðun um val á þjónustuaðila vegna farsíma og nettenginga fyrir þingmenn, starfslið þingflokka og formanna flokka og starfslið skrifstofu Alþingis og hvaða meginforsendur liggja að baki ákvörðun um þjónustuaðila?
     4.      Hefur farið fram útboð vegna þjónustu við farsíma og nettengingar á vegum Alþingis og ef svo er, hvenær fór slíkt útboð fram og hverjar voru helstu niðurstöður þess?
     5.      Frá hverjum hefur skrifstofa Alþingis leitað tilboða vegna þjónustu við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis á undanförnum fimm árum?
     6.      Reikninga hvaða þjónustuaðila vegna farsíma og nettengingar á heimili þingmanna, starfsliðs þingflokka og formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingis greiðir Alþingi beint og í hvaða tilvikum er endurgreitt samkvæmt framlögðum reikningum?


Skriflegt svar óskast.