Ferill 62. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 62  —  62. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um aðgang að rafrænni þjónustu hins opinbera.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Eru uppi áform um að rafrænir auðkennislyklar á borð við Íslykil og veflykil ríkisskattstjóra víki fyrir rafrænum skilríkjum líkt og raunin er með aðgang að heilbrigðisgáttinni Heilsuveru?
     2.      Telur ráðherra ástæðu til að tryggja aðgang að þjónustu hins opinbera með því að sjá almenningi fyrir rafrænum skilríkjum sem krefjast þess ekki að viðkomandi sé í viðskiptum við einkaaðila?


Skriflegt svar óskast.