Ferill 65. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 65  —  65. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um málefni kirkjugarða.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


     1.      Hyggst ráðherra standa við samkomulag sem gert var árið 2005 við kirkjugarðaráð um fjárveitingar til kirkjugarða?
     2.      Telur ráðherra þörf á að endurskoða gjaldalíkan sem samkomulagið er reist á? Telji ráðherra svo vera, hvaða þáttum líkansins telur ráðherra þörf á að breyta og með hvað að markmiði?
     3.      Telur ráðherra unnt að ná hagræðingu í rekstri kirkjugarðaráðs og kirkjugarðanna og ef svo er, hvernig?


Skriflegt svar óskast.