Ferill 67. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 67  —  67. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um leiðréttingu verðtryggðra lána vegna fasteigna sem voru seldar nauðungarsölu eða teknar til gjaldþrotaskipta.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Hversu margir einstaklingar sem áttu fasteignir sem voru seldar nauðungarsölu eða teknar til gjaldþrotaskipta, sbr. svar dómsmálaráðherra á þskj. 1370 á 148. löggjafarþingi, fengu leiðréttingu á lánum sínum á grundvelli laga nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, hvert ár frá 2008? Hvert var meðaltal og staðalfrávik leiðréttingar hvers árs fyrir sig?


Skriflegt svar óskast.