Ferill 74. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 74  —  74. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kirkjujarðasamkomulagið frá 1997/1998.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvert er fasteignamat allra þeirra fasteigna sem urðu eign ríkisins samkvæmt 1. gr. samkomulags um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og eru enn í eigu ríkisins? Svar óskast með lista yfir allar fasteignir ásamt fastanúmeri þeirra og fasteignamati samkvæmt fasteignaskrá.
     2.      Hver hafa verið heildarútgjöld ríkissjóðs á verðlagi ársins 2018 vegna kirkjujarðasamkomulagsins frá 1997/1998?


Skriflegt svar óskast.