Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 76  —  76. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um bókanir í kjarasamningum við íslenska ríkið.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver er fjöldi bókana við hvern núgildandi kjarasamning sem ríkið hefur gert? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda bókana við hvern samning.
     2.      Hversu langur tími leið frá því að hver bókun birtist fyrst í kjarasamningi uns hún var afgreidd?
     3.      Hvaða bókanir hafa ekki verið afgreiddar og hvenær birtust þær fyrst í kjarasamningi?


Skriflegt svar óskast.