Ferill 78. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 78  —  78. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um uppbyggingu náms og húsnæðis á Reykjum í Ölfusi.


Frá Nirði Sigurðssyni.     1.      Hver er stefna ráðherra um uppbyggingu náms á garðyrkjubrautum við Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi?
     2.      Hefur af hálfu Landbúnaðarháskólans verið mótuð stefna um uppbyggingu náms á Reykjum í Ölfusi og ef svo er, hver er hún?
     3.      Ætlar ráðherra að beita sér fyrir því að auknu fé verði varið í viðhald fasteigna og uppbyggingu húsnæðis á Reykjum?


Skriflegt svar óskast.