Ferill 79. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 79  —  79. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um meðferðarheimilið í Krýsuvík.

Frá Söru Elísu Þórðardóttur.


     1.      Hyggst ráðherra leggja til að ríkið styðji áfram við meðferðarheimilið í Krýsuvík með fjárframlögum? Ef svo er ekki, hvernig hyggst ráðherra þá bregðast við þeirri fækkun innlagnarplássa sem hlytist af lokun heimilisins?
     2.      Stendur til að fjölga meðferðarúrræðum sambærilegum við það sem rekið er í Krýsuvík?


Skriflegt svar óskast.